Innlent

Stórir jarðskjálftar við Bárðarbungu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/GVA
Jarðskjálfti að stærðinni 5,2 stig varð við Bárðarbunguöskju í morgun klukkan fimm. Rúmlega hálftíma áður varð skjálfti að stærðinni 4,2 stig og skömmu fyrir hann varð skjálfti að stærðinni 4,4 stig.

Tíu jarðskjálftar mældust við Bárðarbungu í sjálfvirka kerfinu í nótt og sami fjöldi í ganginum undir norðanverðum Dyngjujökli. Það eru þó heldur færri skjálftar en mældust á sama tíma í gærmorgun.

Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstof Íslands voru allir skjálftarnir undir Dyngjujökli innan við tvö stig. Þá er gosvirkni talin svipuð og hún hefur verið undanfarna daga.


Tengdar fréttir

Hraunið myndi þekja bróðurpart Reykjavíkur

Hraunflákinn frá Holuhrauni heldur áfram að stækka og þekur hraunið nú um 40-45 kílómetra. Rúmmálið er metið á um 500 milljón rúmmetra og er gosið eitt að víðáttumesta sem runnið hefur á Íslandi miðað við stuttan gostíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×