Innlent

Mótmæla fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar

Vísir/Vilhelm
Hagsmunasamtök heimilanna mótmæla harðlega þeim fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar sem fram koma í fjárlagafrumvarpi næsta árs um að hækka virðisaukaskatt á matvælum um 71%, eða úr 7% í 12%. Í yfirlýsingu frá samtökunumn segir að enn og aftur sé hoggið þar sem síst skyldi, enda komi hækkun matarverðs verst niður á tekjulægstu hópum samfélagsins.

Þá segja samtökin einnig ljóst að sú takmarkaða niðurfærsla höfuðstóls verðtryggðra lána sem ríkisstjórnin hafi boðað verði fljótt að engu þegar sama ríkisstjórn fer samhliða í aðgerðir sem að öllum líkindum hækki neysluvísitölu með þeim afleiðingum að verðtryggð lán hækka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×