Enn bólar ekkert á náttúrupassanum Heimir Már Pétursson skrifar 25. september 2014 19:15 Enn bólar ekkert á náttúrupassa sem iðnaðarráðherra hefur boðað til að ná í tekjur til að standa undir uppbyggingu innviða í ferðamannaþjónustunni. Þingmenn lýstu áhyggjum sínum af því á Alþingi í morgun að réttur almennings til að njóta náttúrunnar án endurgjalds verði ekki tryggður. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna hóf umræðu um innviði ferðaþjónustunnar og gjaldtöku af henni á Alþingi í morgun og sagði að þótt það væri ánægjuefni að ferðamönnum hefði fjölgað mikið á undanförnum árum þyrfti að styrkja innviði ferðaþjónustunnar. Hins vegar hefði óvissa ríkt um tekjustofna ferðaþjónustunnar en iðnaðarráðherra hefði boðað upptöku náttúrupassa sem enn hefðu ekki litið dagsins ljós. Katrín sagði að á sama tíma væru miklar sveiflur í fjárveitingum til framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. „Sem var fyrst skorið niður um háar fjárhæðir í fjárlögum ársins 2014. Síðan var bætt í hann aftur á fjáraukalögum ársins 2014. Nú er aftur skorið niður í fjárlögum ársins 2015 þannig að óvissan heldur áfram og við vitum ekki hvaða leið á að velja til að tryggja hér tekjur fyrir ferðaþjónustuna,“ sagði Katrín. Þá þyrfti að tryggja rétt almennings til aðgengis að náttúruperlum landsins sem tryggður væri með lögum. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði nauðsynlegt að sátt ríkti um málið. „Ég er alveg tilbúinn til að skoða þessa náttúrupassaleið. En eins og hún hefur verið lögð upp hefur hún ekki náð þeirri sátt sem stefnt var að og við þurfum greinilega að finna einhverja einfaldari útfærslu á þessari gjaldtöku,“ sagði Jón. Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að nú hefði ríkisstjórnin tekið einn snúning á þessu máli. „Við bjuggum við harða andstöðu í þessu máli á síðasta kjörtímabili. En það verður ekki þannig núna, að minnska kosti ekki hvað okkur varðar í Samfylkingunni. Við höfum mjög mikinn áhuga á því að sjá þetta mál leitt til lykta með farsælum hætti og við viljum stuðla að því að svo verði gert,“ sagði Katrín. Óttar Proppe þingmaður Bjartrar framtíðar sagði aukinn fjölda ferðamanna skapa álag á náttúru landsins. „Það er mjög mikilvægt að við náum þverpólitískri umræðu og helst þverpólitískri sátt um það að við sköpum ferðaþjónustunni lífvænlegt og sjálfbæran ramma. Til þess bæði að greinin vaxi en ekki síður að hún verði ekki landinu til trafala,“ sagði Óttar. Alþingi Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Enn bólar ekkert á náttúrupassa sem iðnaðarráðherra hefur boðað til að ná í tekjur til að standa undir uppbyggingu innviða í ferðamannaþjónustunni. Þingmenn lýstu áhyggjum sínum af því á Alþingi í morgun að réttur almennings til að njóta náttúrunnar án endurgjalds verði ekki tryggður. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna hóf umræðu um innviði ferðaþjónustunnar og gjaldtöku af henni á Alþingi í morgun og sagði að þótt það væri ánægjuefni að ferðamönnum hefði fjölgað mikið á undanförnum árum þyrfti að styrkja innviði ferðaþjónustunnar. Hins vegar hefði óvissa ríkt um tekjustofna ferðaþjónustunnar en iðnaðarráðherra hefði boðað upptöku náttúrupassa sem enn hefðu ekki litið dagsins ljós. Katrín sagði að á sama tíma væru miklar sveiflur í fjárveitingum til framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. „Sem var fyrst skorið niður um háar fjárhæðir í fjárlögum ársins 2014. Síðan var bætt í hann aftur á fjáraukalögum ársins 2014. Nú er aftur skorið niður í fjárlögum ársins 2015 þannig að óvissan heldur áfram og við vitum ekki hvaða leið á að velja til að tryggja hér tekjur fyrir ferðaþjónustuna,“ sagði Katrín. Þá þyrfti að tryggja rétt almennings til aðgengis að náttúruperlum landsins sem tryggður væri með lögum. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði nauðsynlegt að sátt ríkti um málið. „Ég er alveg tilbúinn til að skoða þessa náttúrupassaleið. En eins og hún hefur verið lögð upp hefur hún ekki náð þeirri sátt sem stefnt var að og við þurfum greinilega að finna einhverja einfaldari útfærslu á þessari gjaldtöku,“ sagði Jón. Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að nú hefði ríkisstjórnin tekið einn snúning á þessu máli. „Við bjuggum við harða andstöðu í þessu máli á síðasta kjörtímabili. En það verður ekki þannig núna, að minnska kosti ekki hvað okkur varðar í Samfylkingunni. Við höfum mjög mikinn áhuga á því að sjá þetta mál leitt til lykta með farsælum hætti og við viljum stuðla að því að svo verði gert,“ sagði Katrín. Óttar Proppe þingmaður Bjartrar framtíðar sagði aukinn fjölda ferðamanna skapa álag á náttúru landsins. „Það er mjög mikilvægt að við náum þverpólitískri umræðu og helst þverpólitískri sátt um það að við sköpum ferðaþjónustunni lífvænlegt og sjálfbæran ramma. Til þess bæði að greinin vaxi en ekki síður að hún verði ekki landinu til trafala,“ sagði Óttar.
Alþingi Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira