„Eins og að vera kominn öld aftur í tímann“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. september 2014 09:57 Eins og sést er vegurinn yfir Dynjandisheiði mjög holóttur og ójafn. Sturla Páll Sturluson, tollvörður á Vestfjörðum, deildi á Facebook fyrir helgi myndbandi sem hann tók af veginum yfir Dynjandisheiði. Heiðin liggur á milli Bíldudals og Ísafjarðar og tengir þannig saman suður- og norðurfirði Vestfjarða. Um malarveg er að ræða og má sjá á myndbandinu að hann er í afar slæmu ásigkomulagi, holóttur og ójafn. Í samtali við Vísi segir Sturla veginn líkari troðningum sem búnir voru til fyrir 100 árum heldur en vegi sem fólk á að nota í dag, árið 2014, til að komast á milli byggðarlaga. „Þetta er bara eins og að vera kominn öld aftur í tímann að keyra þarna. Þetta er vegur sem var lagður 1959 og hefur varla verið haldið við síðan. Þetta líkist frekar troðningum heldur en vegi,“segir Sturla. Hann segir ástandið vera sérstaklega slæmt á Dynjandisheiði og Hrafnsfjarðarheiði.Sturla Páll SturlusonErlendir ferðamenn steinhissa og óttaslegnir Sturla segir erlenda ferðamenn steinhissa á hversu slæmir vegirnir eru og þeir séu jafnvel hræddir við að keyra um Vestfirði vegna þessa. „Fyrir um þremur vikum þurfti ég að aðstoða útlendinga uppi á Hrafnsfjarðarheiði. Það var mjög slæmt skyggni þetta kvöld, þoka og ausandi rigning, og þarna á heiðinni eru engar vegstikur. Ég kem þarna keyrandi upp heiðina og sé þá þríhyrning og blikkandi ljós. Ferðamennirnir höfðu einfaldlega stoppað því þeir treystu sér ekki niður heiðina aftur vegna þess hve skyggni var slæmt og vegurinn vondur,“ segir Sturla. Fólkið ætlaði að gista í bílnum en Sturla benti þeim á að það gæti verið hættulegt vegna þess að grjóthrun er á algeng á þessu svæði. Hann bauð þeim því að koma með sér niður af heiðinni eða keyra á eftir sér og gerðu þau það. „Þau dóluðu sér þarna á eftir mér og voru mjög þakklát fyrir að komast niður af heiðinni.“ Sturla segir allt tal um samvinnu á Vestfjörðum með sameiningu opinberra starfa á borð við embætti sýslumanna og lögreglustjóra hjómið eitt þegar samgöngur á milli staða eru í ólagi. „Það þarf fyrst að laga samgöngur hér, svo getum við farið að tala um sameiningu og samvinnu. Það virðist hins vegar ekki vera mikill áhugi hjá stjórnvöldum, nú frekar en fyrri daginn, á að taka á þessum málum,“ segir Sturla að lokum. Myndbandið sem Sturla tók af veginum á Dynjandisheiði má sjá hér að neðan. Post by Sturla Páll Sturluson. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Sturla Páll Sturluson, tollvörður á Vestfjörðum, deildi á Facebook fyrir helgi myndbandi sem hann tók af veginum yfir Dynjandisheiði. Heiðin liggur á milli Bíldudals og Ísafjarðar og tengir þannig saman suður- og norðurfirði Vestfjarða. Um malarveg er að ræða og má sjá á myndbandinu að hann er í afar slæmu ásigkomulagi, holóttur og ójafn. Í samtali við Vísi segir Sturla veginn líkari troðningum sem búnir voru til fyrir 100 árum heldur en vegi sem fólk á að nota í dag, árið 2014, til að komast á milli byggðarlaga. „Þetta er bara eins og að vera kominn öld aftur í tímann að keyra þarna. Þetta er vegur sem var lagður 1959 og hefur varla verið haldið við síðan. Þetta líkist frekar troðningum heldur en vegi,“segir Sturla. Hann segir ástandið vera sérstaklega slæmt á Dynjandisheiði og Hrafnsfjarðarheiði.Sturla Páll SturlusonErlendir ferðamenn steinhissa og óttaslegnir Sturla segir erlenda ferðamenn steinhissa á hversu slæmir vegirnir eru og þeir séu jafnvel hræddir við að keyra um Vestfirði vegna þessa. „Fyrir um þremur vikum þurfti ég að aðstoða útlendinga uppi á Hrafnsfjarðarheiði. Það var mjög slæmt skyggni þetta kvöld, þoka og ausandi rigning, og þarna á heiðinni eru engar vegstikur. Ég kem þarna keyrandi upp heiðina og sé þá þríhyrning og blikkandi ljós. Ferðamennirnir höfðu einfaldlega stoppað því þeir treystu sér ekki niður heiðina aftur vegna þess hve skyggni var slæmt og vegurinn vondur,“ segir Sturla. Fólkið ætlaði að gista í bílnum en Sturla benti þeim á að það gæti verið hættulegt vegna þess að grjóthrun er á algeng á þessu svæði. Hann bauð þeim því að koma með sér niður af heiðinni eða keyra á eftir sér og gerðu þau það. „Þau dóluðu sér þarna á eftir mér og voru mjög þakklát fyrir að komast niður af heiðinni.“ Sturla segir allt tal um samvinnu á Vestfjörðum með sameiningu opinberra starfa á borð við embætti sýslumanna og lögreglustjóra hjómið eitt þegar samgöngur á milli staða eru í ólagi. „Það þarf fyrst að laga samgöngur hér, svo getum við farið að tala um sameiningu og samvinnu. Það virðist hins vegar ekki vera mikill áhugi hjá stjórnvöldum, nú frekar en fyrri daginn, á að taka á þessum málum,“ segir Sturla að lokum. Myndbandið sem Sturla tók af veginum á Dynjandisheiði má sjá hér að neðan. Post by Sturla Páll Sturluson.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira