Lífið

Ungir Steed Lord-bræður herma eftir Michael Jackson

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Bræðurnir Einar og Elli Egilssynir fara á kostum í myndbandi sem birt er á YouTube-svæði hljómsveitarinnar Steed Lord sem þeir bræður eru oft kenndir við.

Í myndbandinu, sem tekið var af föður þeirra árið 1988, sjást bræðurnir herma eftir konungi poppsins Michael Jackson

Elli flytur lagið Smooth Criminal en Einar Man In The Mirror og eru þeir með alla helstu taktana á hreinu.

Myndbandið var birt þann 25. júní árið 2009, daginn sem Michael Jackson lést.

Þó Einar og Elli séu kenndir við hljómsveitina Steed Lord er Elli ekki lengur í sveitinni, en hann yfirgaf hana árið 2010. Elli gengur undir listamannsnafninu AC Bananas en poppstjarnan Pharrell Williams klæddist jakka eftir hann á tónleikaferðalaginu Dead Girl Tour fyrir stuttu. Jakkann hannaði Elli fyrir japanska hönnunarfyrirtækið AMBUSH Design.

Þá gengu Elli og verslunareigandinn María Birta í hjónaband á Íslandi í sumar en þau eru búsett vestan hafs.

Bróðir hans Einar gekk hins vegar að eiga sína heittelskuðu, söngkonuna Svölu Björgvinsdóttur, í fyrra en þau eru einmitt saman í hljómsveitinni Steed Lord.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×