„Að hekla er eins og að anda“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. september 2014 20:19 Linda Björk er nú stödd í Denver en hún tók að sér að skreyta hátíðina Taste of Iceland. „Að hekla er fyrir mér í raun eins og að anda,“ segir Linda Björk Eiríksdóttir sem hefur aldeilis sett skemmtilegan svip á höfuðborgarsvæðið að undanförnu. Linda ásamt stórum hópi fólks sem kalla sig prjónagraffara hafa glætt Reykjavík nýju lífi með litríku prjónagarni. Hópurinn telur um tvö hundruð manns, flestir á höfuðborgarsvæðinu, en að sögn Lindu er fólk misvirkt. Þetta sé einungis áhugamál og til gamans gert. „Við gerum þetta alltaf þegar færi gefst. Þetta er hópur af fólki á öllum aldri og báðum kynjum. Allir mega vera með,“ segir Linda.Ljósastaurar eru fallega skreyttir víðs vegar um borgina.Linda hefur ávallt verið afar hrifin af götulist og byrjaði hún að „prjónagraffa“ fyrir um það bil þremur árum síðan. Hún er mikil handavinnukona og hefur síðan hún man eftir sér verið með prjóna í höndunum. Listin er að erlendri fyrirmynd en hún sá hana fyrst í London fyrir nokkrum árum síðan. „Mér eiginlega bara leiddist. Ég hafði séð svona garngraff á ýmsum stöðum úti í heimi og fannst þetta rosalega heillandi. Þetta er skemmtilegt kombó á milli graffítí og garns og eitthvað sem fer út fyrir rammann. Þetta er öðruvísi og fær fólk til að pæla og verða hissa.“ Listaverk hennar hafa vakið mikla athygli en hún er núna stödd í Denver í Bandaríkjunum þar sem hún tók að sér að skreyta hátíðina Taste of Iceland. Hún kemur aftur til landsins á næstu dögum þar sem hún mun taka að sér að skreyta fyrir Bleiku slaufuna. „Maður vill helst gera þetta til að vekja athygli. Sérstaklega svona þegar fer að hausta í Reykjavík. Þá grípur þetta mann,“ segir hún en hópurinn notar helst sterka liti. Hægt er að skoða þessi fögru listaverk víðs vegar borgina, meðal annars á Hlemmi. Myndir segja meir en þúsund orð en þær má sjá hér að neðan og á Facebook.Við Hespuhúsið Borgarnesi.Strætó fallega skreyttur.Hópurinn skreytti Hlemm á menningarnótt. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Að hekla er fyrir mér í raun eins og að anda,“ segir Linda Björk Eiríksdóttir sem hefur aldeilis sett skemmtilegan svip á höfuðborgarsvæðið að undanförnu. Linda ásamt stórum hópi fólks sem kalla sig prjónagraffara hafa glætt Reykjavík nýju lífi með litríku prjónagarni. Hópurinn telur um tvö hundruð manns, flestir á höfuðborgarsvæðinu, en að sögn Lindu er fólk misvirkt. Þetta sé einungis áhugamál og til gamans gert. „Við gerum þetta alltaf þegar færi gefst. Þetta er hópur af fólki á öllum aldri og báðum kynjum. Allir mega vera með,“ segir Linda.Ljósastaurar eru fallega skreyttir víðs vegar um borgina.Linda hefur ávallt verið afar hrifin af götulist og byrjaði hún að „prjónagraffa“ fyrir um það bil þremur árum síðan. Hún er mikil handavinnukona og hefur síðan hún man eftir sér verið með prjóna í höndunum. Listin er að erlendri fyrirmynd en hún sá hana fyrst í London fyrir nokkrum árum síðan. „Mér eiginlega bara leiddist. Ég hafði séð svona garngraff á ýmsum stöðum úti í heimi og fannst þetta rosalega heillandi. Þetta er skemmtilegt kombó á milli graffítí og garns og eitthvað sem fer út fyrir rammann. Þetta er öðruvísi og fær fólk til að pæla og verða hissa.“ Listaverk hennar hafa vakið mikla athygli en hún er núna stödd í Denver í Bandaríkjunum þar sem hún tók að sér að skreyta hátíðina Taste of Iceland. Hún kemur aftur til landsins á næstu dögum þar sem hún mun taka að sér að skreyta fyrir Bleiku slaufuna. „Maður vill helst gera þetta til að vekja athygli. Sérstaklega svona þegar fer að hausta í Reykjavík. Þá grípur þetta mann,“ segir hún en hópurinn notar helst sterka liti. Hægt er að skoða þessi fögru listaverk víðs vegar borgina, meðal annars á Hlemmi. Myndir segja meir en þúsund orð en þær má sjá hér að neðan og á Facebook.Við Hespuhúsið Borgarnesi.Strætó fallega skreyttur.Hópurinn skreytti Hlemm á menningarnótt.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira