Innlent

Tilnefnd til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins

Tinni Sveinsson skrifar
Gunnþóra skrifaði um náttúruperlur á Íslandi í Fréttablaðið í sumar.
Gunnþóra skrifaði um náttúruperlur á Íslandi í Fréttablaðið í sumar.
Dómnefnd hefur tilnefnt þrjá til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem veitt verða á Degi íslenskrar náttúru, þriðjudaginn 16. september næstkomandi.

Meðal tilnefndra er Gunnþóra Gunnarsdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu og fréttastofu 365, fyrir hnitmiðaða, einfalda og fallega umfjöllun um náttúru Íslands.

Gunnþóra skrifaði í sumar greinaflokk undir heitinu Útivist og afþreying. Þar var sjónum beint að áhugaverðum náttúruperlum í öllum landshlutum.

Dómnefnd segir framsetningu efnisins hafa verið aðlaðandi og til þess fallin að kveikja löngun hjá lesandanum til að ferðast um landið og sjá það með eigin augum.

Hægt er að skoða umfjöllunina í myndasafninu hér fyrir neðan.

Just.In.Iceland var einnig tilnefnt fyrir að nýta sér Netið og gagnvirkni þess með frábærum árangri. Just.In.Iceland er framtak áhugamanna í því augnamiði að kynna sérstöðu Íslands fyrir umheiminum með því að skapa stafrænan vettvang til að birta og deila fagmannlega teknum ljósmyndum af íslenskri náttúru og lífríki. 

Einnig var fjölmiðillinn RÚV tilnefndur í einu lagi fyrir umfjöllun um almannarétt og gjaldtöku fyrir aðgang að náttúruperlum. Allt frá stuttum fréttaskotum til ítarlegra og vandaðra skýringa eða umræðu.

Í dómnefnd sitja Þór Jónsson formaður, Árni Gunnarsson og Snæfríður Ingadóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×