Grundvallarmunur á hækkun VSK nú og árið 2011 Heimir Már Pétursson skrifar 11. september 2014 20:00 Forsætisráðherra segir grundvallarmun á fyrirhugaðri hækkun á neðra þrepi virðisaukaskattsins nú og þegar hann lagðist alfarið á móti slíkum hugmyndum í tíð fyrri ríkisstjórnar. Breytingar á skattinum nú og hliðaraðgerðir muni auka kaupmátt heimilanna og leiði ekki til hækkunnar vísitölubundinna lána. Boðaðar breytingar á lægra þrepi virkiðsaukaskatts munu auka tekjur ríkissjóðs af honum um ellefu milljarða króna, en í þessu skattþrepi eru matvæli, bækur og tímarit ásamt heitu vatni og rafmagni og fleiru. Þegar Sigmundur sagði síðustu ríkisstjórn ætla að hækka skattinn árið 2011 brást Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins hart við og talaði um „skelfilegar fréttir og mál sem yrði að stöðva.“ Andstaða er við fyrihugaða hækkun matarskattsins nú í þingflokki Framsóknarflokksins og ítrekaði Karl Garðarsson þingmaður flokksins á þingi í dag að hann hefði ekki skipt um skoðun frá því hann lagðist gegn þessari hugmynd í síðasta mánuði. „En það hefur hins vegar orðið grundvallar breyting á þessu frá því þessar hugmyndir komu fyrst fram og hún felst í tveimur megin prinsippum ef svo má segja. Annars vegar að breytingarnar í heild eiga að leiða til þess að ráðstöfunartekjur fólks aukist. Minnki ekki, heldur aukist. Hins vegar eigi verðlag, vísitalan, að lækka en ekki hækka. Þar með eigi lánin ekki að hækka heldur lækka. Þetta er auðvitað grundvallar breyting og þetta eru prinsipp sem menn ætla að standa vörð um jafnvel þótt það þurfi að gera einhverjar breytingar. Þannig að nú fer þetta bara í vinnslu í þinginu og meti menn það svo það það sé tilefni til að gera breytingar, þá verður það gert,“ segir forsætisráðherra. Með breytingunum nú ætti að auka kaupmátt og lækka verðlag ólíkt því sem fyrri ríkisstjórn áformaði.En er ekki alveg ljóst að þrátt fyrir allar þessar breytingar sem á að gera samhliða að t.d. barnlausir einstaklingar sem eru með lágar tekjur koma ekki vel út úr þessu?„Nei, það á einmitt ekki að vera ljóst vegna þess að þetta á að ná til allra hópa í samfélaginu, óháð til dæmis barnafjölda. Þannig að jafnvel fólk sem á ekki börn á að standa betur eftir en fyrir, samkvæmt þessum prinsippum sem menn ætla að standa vörð um jafnvel þótt það þurfi að breyta einhverju í frumvarpinu,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Fjárlög Tengdar fréttir Forsætisráðherra gagnrýndi þingmenn stjórnarandstöðunnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór með stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. 10. september 2014 20:04 Leita leiða til að aflétta fjármagnshöftum Skipaður hefur verið framkvæmdahópur sem mun gera tillögur að leiðum til að létta fjármagnshöftum af íslensku efnahagslífi. 10. september 2014 20:22 Orð Sigmundar og Bjarna um virðisaukaskatt rifjuð upp Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði að hækkun virðisaukaskatts á matvæli væri aðför að láglaunafólki fyrir þremur árum. Bjarni Benediktsson sagði fyrir fimm árum að skattkerfið á Íslandi yrði sífellt líkara því sem gerist á Norðurlöndunum. Nái fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu fram að ganga verður skattaumhverfið hér á landi enn líkara því sem gerist í Skandinavíu. 10. september 2014 14:52 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Forsætisráðherra segir grundvallarmun á fyrirhugaðri hækkun á neðra þrepi virðisaukaskattsins nú og þegar hann lagðist alfarið á móti slíkum hugmyndum í tíð fyrri ríkisstjórnar. Breytingar á skattinum nú og hliðaraðgerðir muni auka kaupmátt heimilanna og leiði ekki til hækkunnar vísitölubundinna lána. Boðaðar breytingar á lægra þrepi virkiðsaukaskatts munu auka tekjur ríkissjóðs af honum um ellefu milljarða króna, en í þessu skattþrepi eru matvæli, bækur og tímarit ásamt heitu vatni og rafmagni og fleiru. Þegar Sigmundur sagði síðustu ríkisstjórn ætla að hækka skattinn árið 2011 brást Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins hart við og talaði um „skelfilegar fréttir og mál sem yrði að stöðva.“ Andstaða er við fyrihugaða hækkun matarskattsins nú í þingflokki Framsóknarflokksins og ítrekaði Karl Garðarsson þingmaður flokksins á þingi í dag að hann hefði ekki skipt um skoðun frá því hann lagðist gegn þessari hugmynd í síðasta mánuði. „En það hefur hins vegar orðið grundvallar breyting á þessu frá því þessar hugmyndir komu fyrst fram og hún felst í tveimur megin prinsippum ef svo má segja. Annars vegar að breytingarnar í heild eiga að leiða til þess að ráðstöfunartekjur fólks aukist. Minnki ekki, heldur aukist. Hins vegar eigi verðlag, vísitalan, að lækka en ekki hækka. Þar með eigi lánin ekki að hækka heldur lækka. Þetta er auðvitað grundvallar breyting og þetta eru prinsipp sem menn ætla að standa vörð um jafnvel þótt það þurfi að gera einhverjar breytingar. Þannig að nú fer þetta bara í vinnslu í þinginu og meti menn það svo það það sé tilefni til að gera breytingar, þá verður það gert,“ segir forsætisráðherra. Með breytingunum nú ætti að auka kaupmátt og lækka verðlag ólíkt því sem fyrri ríkisstjórn áformaði.En er ekki alveg ljóst að þrátt fyrir allar þessar breytingar sem á að gera samhliða að t.d. barnlausir einstaklingar sem eru með lágar tekjur koma ekki vel út úr þessu?„Nei, það á einmitt ekki að vera ljóst vegna þess að þetta á að ná til allra hópa í samfélaginu, óháð til dæmis barnafjölda. Þannig að jafnvel fólk sem á ekki börn á að standa betur eftir en fyrir, samkvæmt þessum prinsippum sem menn ætla að standa vörð um jafnvel þótt það þurfi að breyta einhverju í frumvarpinu,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Fjárlög Tengdar fréttir Forsætisráðherra gagnrýndi þingmenn stjórnarandstöðunnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór með stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. 10. september 2014 20:04 Leita leiða til að aflétta fjármagnshöftum Skipaður hefur verið framkvæmdahópur sem mun gera tillögur að leiðum til að létta fjármagnshöftum af íslensku efnahagslífi. 10. september 2014 20:22 Orð Sigmundar og Bjarna um virðisaukaskatt rifjuð upp Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði að hækkun virðisaukaskatts á matvæli væri aðför að láglaunafólki fyrir þremur árum. Bjarni Benediktsson sagði fyrir fimm árum að skattkerfið á Íslandi yrði sífellt líkara því sem gerist á Norðurlöndunum. Nái fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu fram að ganga verður skattaumhverfið hér á landi enn líkara því sem gerist í Skandinavíu. 10. september 2014 14:52 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Forsætisráðherra gagnrýndi þingmenn stjórnarandstöðunnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór með stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. 10. september 2014 20:04
Leita leiða til að aflétta fjármagnshöftum Skipaður hefur verið framkvæmdahópur sem mun gera tillögur að leiðum til að létta fjármagnshöftum af íslensku efnahagslífi. 10. september 2014 20:22
Orð Sigmundar og Bjarna um virðisaukaskatt rifjuð upp Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði að hækkun virðisaukaskatts á matvæli væri aðför að láglaunafólki fyrir þremur árum. Bjarni Benediktsson sagði fyrir fimm árum að skattkerfið á Íslandi yrði sífellt líkara því sem gerist á Norðurlöndunum. Nái fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu fram að ganga verður skattaumhverfið hér á landi enn líkara því sem gerist í Skandinavíu. 10. september 2014 14:52