Þarf líklega bara að hreinsa hvalina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2014 15:11 Einn af hvölunum á hvalasýningunni. Vísir/Vilhelm „Það er alveg klárt að við munum opna. Það er bara spurning um hvenær,“ segir Stella Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sýningarinnar Whales of Iceland. Eldur kviknaði í einu af 23 hvalalíkönum safnsins síðastliðinn laugardag eins og Vísir greindi frá. Var töluverður viðbúnaður hjá slökkviliðinu þótt nokkuð greiðlega hefði gengið að slökkva eldinn. Hátt er til lofts í húsakynnum sýningarinnar og gekk því seinlega að reykræsta. „Það var svo rosalegur reykur að maður vissi ekki hverju maður átti von á. Þetta leit samt betur út en við höfðum þorað að vona,“ segir Stella sem fylgdist ásamt fleirum með slökkviliðsmönnum við störf. Hún segir hvalinn sem skemmdist hafa verið búrhval, einn af glæsilegustu hvölum sýningarinnnar. „Auðvitað söknum við búrhvalsins. Hann var einn af okkar uppáhalds og flottustu. Við munum leita leiðar til að fá nýjan búrhval,“ segir Stella.Umræddan búrhval má sjá eftir rúma mínútu í umfjöllun Hrundar Þórsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 4. september. Óttast var að fleiri líkön hefðu skemmst en Stella er bjartsýn á að í lagi verði með hina 22. „Ég held að þetta sé bara þrifamál. Þeir fengu yfir sig sót og vatn,“ segir Stella. Svo vel vill til að hvalirnir eru vatnsheldir. Ekki liggur fyrir hvert tjónið er í krónum metið. Stella segir sýninguna hafa verið ágætlega tryggða og tryggingafélagið sé að meta tjónið. Niðurstaðan úr því mati hafi mikið að segja um hvenær hægt verði að opna sýninguna. Það verði þó ekki á næstum tveimur vikum. Það sé ljóst. Eldurinn kviknaði út frá rafsuðutæki en iðnaðarmenn voru við störf í safninu. „Þeir unnu með eldvarnarmottur eins og lög gera ráð fyrir. Þetta var einfaldlega slys.“ Tengdar fréttir Rannsókn á eldsvoðanum í hvalasýningunni lokið Enginn grunur er um að neitt óvenjulegt hafi verið á seyði en lögregla tók skýrslur af iðnaðarmönnum á vettvangi. 8. september 2014 11:50 Eldur í hvalasýningunni: „Þetta var áfall“ „Lögregla er enn á vettvangi en við höfum ekki fengið að fara inn ennþá. Ég veit að það er mikið sót og vatnstjón er eitthvað.“ 7. september 2014 10:53 Sýning á heimsmælikvarða: Kviknaði í síðasta hvalnum Líkönin voru allt frá metra löng upp í rúmlega 20 metra löng. 6. september 2014 17:27 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
„Það er alveg klárt að við munum opna. Það er bara spurning um hvenær,“ segir Stella Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sýningarinnar Whales of Iceland. Eldur kviknaði í einu af 23 hvalalíkönum safnsins síðastliðinn laugardag eins og Vísir greindi frá. Var töluverður viðbúnaður hjá slökkviliðinu þótt nokkuð greiðlega hefði gengið að slökkva eldinn. Hátt er til lofts í húsakynnum sýningarinnar og gekk því seinlega að reykræsta. „Það var svo rosalegur reykur að maður vissi ekki hverju maður átti von á. Þetta leit samt betur út en við höfðum þorað að vona,“ segir Stella sem fylgdist ásamt fleirum með slökkviliðsmönnum við störf. Hún segir hvalinn sem skemmdist hafa verið búrhval, einn af glæsilegustu hvölum sýningarinnnar. „Auðvitað söknum við búrhvalsins. Hann var einn af okkar uppáhalds og flottustu. Við munum leita leiðar til að fá nýjan búrhval,“ segir Stella.Umræddan búrhval má sjá eftir rúma mínútu í umfjöllun Hrundar Þórsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 4. september. Óttast var að fleiri líkön hefðu skemmst en Stella er bjartsýn á að í lagi verði með hina 22. „Ég held að þetta sé bara þrifamál. Þeir fengu yfir sig sót og vatn,“ segir Stella. Svo vel vill til að hvalirnir eru vatnsheldir. Ekki liggur fyrir hvert tjónið er í krónum metið. Stella segir sýninguna hafa verið ágætlega tryggða og tryggingafélagið sé að meta tjónið. Niðurstaðan úr því mati hafi mikið að segja um hvenær hægt verði að opna sýninguna. Það verði þó ekki á næstum tveimur vikum. Það sé ljóst. Eldurinn kviknaði út frá rafsuðutæki en iðnaðarmenn voru við störf í safninu. „Þeir unnu með eldvarnarmottur eins og lög gera ráð fyrir. Þetta var einfaldlega slys.“
Tengdar fréttir Rannsókn á eldsvoðanum í hvalasýningunni lokið Enginn grunur er um að neitt óvenjulegt hafi verið á seyði en lögregla tók skýrslur af iðnaðarmönnum á vettvangi. 8. september 2014 11:50 Eldur í hvalasýningunni: „Þetta var áfall“ „Lögregla er enn á vettvangi en við höfum ekki fengið að fara inn ennþá. Ég veit að það er mikið sót og vatnstjón er eitthvað.“ 7. september 2014 10:53 Sýning á heimsmælikvarða: Kviknaði í síðasta hvalnum Líkönin voru allt frá metra löng upp í rúmlega 20 metra löng. 6. september 2014 17:27 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Rannsókn á eldsvoðanum í hvalasýningunni lokið Enginn grunur er um að neitt óvenjulegt hafi verið á seyði en lögregla tók skýrslur af iðnaðarmönnum á vettvangi. 8. september 2014 11:50
Eldur í hvalasýningunni: „Þetta var áfall“ „Lögregla er enn á vettvangi en við höfum ekki fengið að fara inn ennþá. Ég veit að það er mikið sót og vatnstjón er eitthvað.“ 7. september 2014 10:53
Sýning á heimsmælikvarða: Kviknaði í síðasta hvalnum Líkönin voru allt frá metra löng upp í rúmlega 20 metra löng. 6. september 2014 17:27