Innlent

Fréttaskýringaþáttur í anda Vice

Stefán Árni Pálsson skrifar
mynd/365
Brestir er nýr hágæða fréttaskýringarþáttur frá fréttastofu Stöðvar 2 undir stjórn Lóu Pindar og fréttamanna fréttastofunnar.

Í Brestum verður hinni svokölluðu rannsóknarblaðamennsku gefinn lausari taumurinn og umsjónarmenn þáttanna kafa ofan í málefnin.

Erlenda fyrirmyndin eru þættirnir Vice sem hafa verið á dagskrá Stöðvar 2 og hafa slegið í gegn víða um heim. Um er að ræða átta þætti sem hefjast mánudaginn 20. október.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.