„Langstærsta umhverfisvandamál Íslendinga“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2014 15:07 Sauðfé á beit í Almenningum Mynd/Sveinn Runólfsson Myndband sem sýnir sauðfé á beit í Almenningum norðan Þórsmerkur hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum. Myndbandið má sjá hér neðst í fréttinni en sauðfjárbeit á svæðinu er umdeild. Almenningar hafa verið í uppgræðslu í marga áratugi og friðaðir frá árinu 1990. Ítölunefnd úrskurðaði í fyrravor að bændur fengju heimild til þess að beita fé í Almenningum. Leyfi var gefið fyrir upprekstrarrétti 50 tvílembdra áa (alls 150 dýr) og eftir fáein ár fyrir 130 tvílembdar ær (alls 390 dýr). Sauðfé hefur því verið beitt á landið í sumar en ítölunefndin klofnaði í afstöðu sinni til málsins og skilaði landgræðslustjóri séráliti.Guðmundur Stefánsson, sviðsstjóri landverndarsviðs hjá Landgræðslu ríkisinsTelja ekki nauðsynlegt fyrir bændur að beita fé á AlmenningaGuðmundur Stefánsson, sviðsstjóri landverndarsviðs Landgræðslu ríkisins, segir Almenninga illa farið og uppblásið land. „Við hjá Landgræðslunni teljum að það ætti ekki að beita fé á þetta land. Þetta land þarf að fá frið og tíma til að gróa en jarðvegsmyndun þarna er um 1 millimetri á ári. Það er því augljóst að það tekur marga áratugi að rækta landið upp,“ segir Guðmundur. Hann bætir við að það sé alveg ljóst hverjir eigi beitarréttinn, það séu landeigendur. Guðmundur segir þá ekki tapa beitarréttinum þó að þeir nýti hann ekki. „Það sem er sorglegast í þessu er að það er nóg af öðru beitarlandi í boði fyrir bændur undir Eyjafjöllum. Það er ekki nauðsynlegt fyrir þá að beita þessum fáu kindum á Almenninga. Annars staðar þar sem bændur nýta afréttir er það vegna þess að þeir eiga ekki annarra kosti völ,“ segir Guðmundur. Hann tekur þó fram að Landgræðslan eigi í góðu samstarfi við sauðfjárbændur um allt land og deilurnar vegna Almenninga sé nokkuð sérstakar og eigi sér langa sögu. Þar greini menn einfaldlega á um hvort landið henti undir sauðfjárbeit eða ekki. „Við verðum líka að hafa í huga að það er enginn vafi á því að jarðvegseyðing er langstærsta umhverfisvandamál sem Íslendingar standa frammi fyrir,“ bætir Guðmundur við.Almenningar liggja norðan Þórsmerkur og eru í eigu ríkisins. Bændur eiga hins vegar beitarrétt á landinu.„Við beitum fé á þetta land af því að það er okkar réttur“ Anna Birna Þráinsdóttir sem situr í stjórn Landeigendafélags Almenninga hafnar því að nóg sé af öðru beitarlandi fyrir sauðféð líkt og Landgræðslan heldur fram. „Við beitum fé á þetta land vegna þess að það er okkar réttur. Við erum hrædd um að missa réttinn ef við nýtum hann ekki. Það er okkar reynsla í þjóðlendumálum að eitt af því fáa sem viðheldur réttindum er að nýta réttinn,“ segir Anna Birna. Að sögn Önnu Birnu fá bændurnir 350.000 kr. á ári frá Landgræðslu ríkisins til að kaupa áburð en samtals nemur áburðarkostnaður 1,5 milljónum króna. Að auki fá bændurnir fræ gefins frá Landgræðslunni og er þetta nýtt til uppgræðslu á Almenningum. Aðspurð hvort ekki sé ákveðin mótsögn fólgin í því að beita sauðfé á land sem maður sé líka að græða upp neitar hún því. „Við erum að græða upp landið svo við getum nýtt það undir sauðfé og líka til að græða upp sár.“ Hún segir nóg af gróðri á Almenningum og að fallþungi dilka af sauðfé sem hafi verið beitt þar sé meiri en af öðru fé. Að lokum segir hún landeigendur Almenninga ósátta við að Landgræðslan líti ekki til annarra afrétta og hafi samræmi í aðgerðum sínum gagnvart öðrum afréttum hér á landi. Post by Snaedis Gunnlaugsdottir. Tengdar fréttir Lengi hefur Fjallkonan hrópað á hjálp! Árið 1888, fyrir 124 árum, heldur Jón Bjarnason prestur, fyrst í Álftafirði og svo í Gimli í Nýja Íslandi, erindi um Ísland. Það var flutt í Dakota á 4. ársþingi hins ev.lút. kirkjufélags í Vesturheimi. Erindið fjallar að mestu leyti um hina skelfilegu gróðureyðingu á Íslandi. Síðan að skóginum var eytt sé hún orðin mjög hraðfara, nú liggi jarðvegurinn sem er ekki þegar eyddur opinn fyrir algerri eyðileggingu. Á meðan fjallshlíðarnar, holtin og hæðirnar voru hrísi vaxnar hélst jarðvegurinn kyrr. Það var ekki heyjað nóg fyrir skepnurnar sem settar voru á. Þess í stað var treyst sem mest á vetrarbeit sem var, og er, einhver versta landnýting sem hugsast getur, segir landfræðingurinn Ólafur Arnalds. 6. september 2012 06:00 Telja skógrækt við Þórsmörk í hættu „Ég er mjög ósáttur með úrskurð nefndarinnar sem kaus að hunsa fyrirliggjandi beitarþolsmat sem unnið var af Landbúnaðarháskólanum. Þar kemur skýrt fram að það sé ekki ákjósanlegt að hefja beit á svæðinu,“ segir Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri. 8. apríl 2013 07:00 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
Myndband sem sýnir sauðfé á beit í Almenningum norðan Þórsmerkur hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum. Myndbandið má sjá hér neðst í fréttinni en sauðfjárbeit á svæðinu er umdeild. Almenningar hafa verið í uppgræðslu í marga áratugi og friðaðir frá árinu 1990. Ítölunefnd úrskurðaði í fyrravor að bændur fengju heimild til þess að beita fé í Almenningum. Leyfi var gefið fyrir upprekstrarrétti 50 tvílembdra áa (alls 150 dýr) og eftir fáein ár fyrir 130 tvílembdar ær (alls 390 dýr). Sauðfé hefur því verið beitt á landið í sumar en ítölunefndin klofnaði í afstöðu sinni til málsins og skilaði landgræðslustjóri séráliti.Guðmundur Stefánsson, sviðsstjóri landverndarsviðs hjá Landgræðslu ríkisinsTelja ekki nauðsynlegt fyrir bændur að beita fé á AlmenningaGuðmundur Stefánsson, sviðsstjóri landverndarsviðs Landgræðslu ríkisins, segir Almenninga illa farið og uppblásið land. „Við hjá Landgræðslunni teljum að það ætti ekki að beita fé á þetta land. Þetta land þarf að fá frið og tíma til að gróa en jarðvegsmyndun þarna er um 1 millimetri á ári. Það er því augljóst að það tekur marga áratugi að rækta landið upp,“ segir Guðmundur. Hann bætir við að það sé alveg ljóst hverjir eigi beitarréttinn, það séu landeigendur. Guðmundur segir þá ekki tapa beitarréttinum þó að þeir nýti hann ekki. „Það sem er sorglegast í þessu er að það er nóg af öðru beitarlandi í boði fyrir bændur undir Eyjafjöllum. Það er ekki nauðsynlegt fyrir þá að beita þessum fáu kindum á Almenninga. Annars staðar þar sem bændur nýta afréttir er það vegna þess að þeir eiga ekki annarra kosti völ,“ segir Guðmundur. Hann tekur þó fram að Landgræðslan eigi í góðu samstarfi við sauðfjárbændur um allt land og deilurnar vegna Almenninga sé nokkuð sérstakar og eigi sér langa sögu. Þar greini menn einfaldlega á um hvort landið henti undir sauðfjárbeit eða ekki. „Við verðum líka að hafa í huga að það er enginn vafi á því að jarðvegseyðing er langstærsta umhverfisvandamál sem Íslendingar standa frammi fyrir,“ bætir Guðmundur við.Almenningar liggja norðan Þórsmerkur og eru í eigu ríkisins. Bændur eiga hins vegar beitarrétt á landinu.„Við beitum fé á þetta land af því að það er okkar réttur“ Anna Birna Þráinsdóttir sem situr í stjórn Landeigendafélags Almenninga hafnar því að nóg sé af öðru beitarlandi fyrir sauðféð líkt og Landgræðslan heldur fram. „Við beitum fé á þetta land vegna þess að það er okkar réttur. Við erum hrædd um að missa réttinn ef við nýtum hann ekki. Það er okkar reynsla í þjóðlendumálum að eitt af því fáa sem viðheldur réttindum er að nýta réttinn,“ segir Anna Birna. Að sögn Önnu Birnu fá bændurnir 350.000 kr. á ári frá Landgræðslu ríkisins til að kaupa áburð en samtals nemur áburðarkostnaður 1,5 milljónum króna. Að auki fá bændurnir fræ gefins frá Landgræðslunni og er þetta nýtt til uppgræðslu á Almenningum. Aðspurð hvort ekki sé ákveðin mótsögn fólgin í því að beita sauðfé á land sem maður sé líka að græða upp neitar hún því. „Við erum að græða upp landið svo við getum nýtt það undir sauðfé og líka til að græða upp sár.“ Hún segir nóg af gróðri á Almenningum og að fallþungi dilka af sauðfé sem hafi verið beitt þar sé meiri en af öðru fé. Að lokum segir hún landeigendur Almenninga ósátta við að Landgræðslan líti ekki til annarra afrétta og hafi samræmi í aðgerðum sínum gagnvart öðrum afréttum hér á landi. Post by Snaedis Gunnlaugsdottir.
Tengdar fréttir Lengi hefur Fjallkonan hrópað á hjálp! Árið 1888, fyrir 124 árum, heldur Jón Bjarnason prestur, fyrst í Álftafirði og svo í Gimli í Nýja Íslandi, erindi um Ísland. Það var flutt í Dakota á 4. ársþingi hins ev.lút. kirkjufélags í Vesturheimi. Erindið fjallar að mestu leyti um hina skelfilegu gróðureyðingu á Íslandi. Síðan að skóginum var eytt sé hún orðin mjög hraðfara, nú liggi jarðvegurinn sem er ekki þegar eyddur opinn fyrir algerri eyðileggingu. Á meðan fjallshlíðarnar, holtin og hæðirnar voru hrísi vaxnar hélst jarðvegurinn kyrr. Það var ekki heyjað nóg fyrir skepnurnar sem settar voru á. Þess í stað var treyst sem mest á vetrarbeit sem var, og er, einhver versta landnýting sem hugsast getur, segir landfræðingurinn Ólafur Arnalds. 6. september 2012 06:00 Telja skógrækt við Þórsmörk í hættu „Ég er mjög ósáttur með úrskurð nefndarinnar sem kaus að hunsa fyrirliggjandi beitarþolsmat sem unnið var af Landbúnaðarháskólanum. Þar kemur skýrt fram að það sé ekki ákjósanlegt að hefja beit á svæðinu,“ segir Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri. 8. apríl 2013 07:00 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
Lengi hefur Fjallkonan hrópað á hjálp! Árið 1888, fyrir 124 árum, heldur Jón Bjarnason prestur, fyrst í Álftafirði og svo í Gimli í Nýja Íslandi, erindi um Ísland. Það var flutt í Dakota á 4. ársþingi hins ev.lút. kirkjufélags í Vesturheimi. Erindið fjallar að mestu leyti um hina skelfilegu gróðureyðingu á Íslandi. Síðan að skóginum var eytt sé hún orðin mjög hraðfara, nú liggi jarðvegurinn sem er ekki þegar eyddur opinn fyrir algerri eyðileggingu. Á meðan fjallshlíðarnar, holtin og hæðirnar voru hrísi vaxnar hélst jarðvegurinn kyrr. Það var ekki heyjað nóg fyrir skepnurnar sem settar voru á. Þess í stað var treyst sem mest á vetrarbeit sem var, og er, einhver versta landnýting sem hugsast getur, segir landfræðingurinn Ólafur Arnalds. 6. september 2012 06:00
Telja skógrækt við Þórsmörk í hættu „Ég er mjög ósáttur með úrskurð nefndarinnar sem kaus að hunsa fyrirliggjandi beitarþolsmat sem unnið var af Landbúnaðarháskólanum. Þar kemur skýrt fram að það sé ekki ákjósanlegt að hefja beit á svæðinu,“ segir Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri. 8. apríl 2013 07:00