Sérstaklega talað um rassskellingar þegar barnalögum var breytt Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. september 2014 16:38 Vísir / Samsett mynd Skýr vilji var á Alþingi til þess að láta barnaverndarlög ná yfir og banna hverskonar ofbeldi gagnvart börnum þegar lögunum var breytt árið 2009. Í nefndaráliti sem félags- og tryggingamálanefnd skilaði með frumvarpinu það ár er meðal annars tekið fram að rassskellingar séu ofbeldi. Umboðsmaður barna gagnrýndi ákæruvaldið harðlega í dag fyrir að fella niður kæru foreldra barns sem var beitt slíku ofbeldi á leikskólanum 101.Talað sérstaklega um rassskellingar „Nefndin leggur áherslu á að með ofbeldi sé einnig átt við andlegar og líkamlegar refsingar og minnir á að barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur skilgreint líkamlegar refsingar sem allar þær refsingar þar sem beitt er líkamlegu valdi með það að markmiði að valda einhverjum sársauka eða óþægindum, sama hversu smávægilegum,“ segir meðal annars í nefndarálitinu um breytingarnar sem gerðar voru á barnaverndarlögunum 2009. „Undir það falli meðal annars að slá barn, þ.m.t. löðrunga, lemja og rassskella, ýmist með hendi eða öðru“.Umboðsmaður gagnrýnir vinnubrögð Í áliti umboðsmanns er ríkissaksóknari og lögregla gagnrýnd fyrir túlkun sína á lögunum. „Í rökstuðningi lögreglustjórans er meðal annars vísað til þess að ekki hafi verið „um að ræða háttsemi sem hafi verið til þess fallin að skaða barnið andlega né líkamlega“,“ segir umboðsmaður í álitinu og bætir við: „Hér virðist lögreglustjórinn því vera vísa til orðalags eldra ákvæðis barnaverndarlaga.“ Barnaverndarlögum var breytt í kjölfar umdeilds dóms Hæstaréttar sem sýknaði mann fyrir að rassskella barn. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að þágildandi lög legðu ekki fortakslaust bann við því að foreldri, eða annar maður með samþykki þess, beiti barn líkamlegum refsingum. Háttsemin væri háð því að slíkt væri til þess fallið að skaða barnið andlega eða líkamlega.Á að ná til alls ofbeldis Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, var formaður félags- og tryggingamálanefndar þegar lagabreytingarnar voru samþykktar. Hún segist ekki þekkja til máls barnsins á 101 leikskóla umfram það sem fram hefur komið í fjölmiðlum en segir lögin hafa átt að ná til alls ofbeldis. „Ég hef ekki lesið þennan úrskurð og veit ekki hvaða rök eru færð fyrir þessu. Ég hef ekki haft tök á að kynna mér málið en það segir sig sjálft að barnaverndarlög eru sett börnum til varnar,“ segir hún aðspurð um hvort það hafi verið vilji löggjöfans að ná til alls ofbeldis. Alþingi Tengdar fréttir Umboðsmaður barna: Hafið yfir skynsamlegan vafa að ómálga barn var beitt ofbeldi Gagnrýnir harðlega ákvörðun lögreglu og ríkissaksóknara að láta kæru foreldra barns á 101 leikskóla falla niður 19. september 2014 13:33 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Skýr vilji var á Alþingi til þess að láta barnaverndarlög ná yfir og banna hverskonar ofbeldi gagnvart börnum þegar lögunum var breytt árið 2009. Í nefndaráliti sem félags- og tryggingamálanefnd skilaði með frumvarpinu það ár er meðal annars tekið fram að rassskellingar séu ofbeldi. Umboðsmaður barna gagnrýndi ákæruvaldið harðlega í dag fyrir að fella niður kæru foreldra barns sem var beitt slíku ofbeldi á leikskólanum 101.Talað sérstaklega um rassskellingar „Nefndin leggur áherslu á að með ofbeldi sé einnig átt við andlegar og líkamlegar refsingar og minnir á að barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur skilgreint líkamlegar refsingar sem allar þær refsingar þar sem beitt er líkamlegu valdi með það að markmiði að valda einhverjum sársauka eða óþægindum, sama hversu smávægilegum,“ segir meðal annars í nefndarálitinu um breytingarnar sem gerðar voru á barnaverndarlögunum 2009. „Undir það falli meðal annars að slá barn, þ.m.t. löðrunga, lemja og rassskella, ýmist með hendi eða öðru“.Umboðsmaður gagnrýnir vinnubrögð Í áliti umboðsmanns er ríkissaksóknari og lögregla gagnrýnd fyrir túlkun sína á lögunum. „Í rökstuðningi lögreglustjórans er meðal annars vísað til þess að ekki hafi verið „um að ræða háttsemi sem hafi verið til þess fallin að skaða barnið andlega né líkamlega“,“ segir umboðsmaður í álitinu og bætir við: „Hér virðist lögreglustjórinn því vera vísa til orðalags eldra ákvæðis barnaverndarlaga.“ Barnaverndarlögum var breytt í kjölfar umdeilds dóms Hæstaréttar sem sýknaði mann fyrir að rassskella barn. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að þágildandi lög legðu ekki fortakslaust bann við því að foreldri, eða annar maður með samþykki þess, beiti barn líkamlegum refsingum. Háttsemin væri háð því að slíkt væri til þess fallið að skaða barnið andlega eða líkamlega.Á að ná til alls ofbeldis Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, var formaður félags- og tryggingamálanefndar þegar lagabreytingarnar voru samþykktar. Hún segist ekki þekkja til máls barnsins á 101 leikskóla umfram það sem fram hefur komið í fjölmiðlum en segir lögin hafa átt að ná til alls ofbeldis. „Ég hef ekki lesið þennan úrskurð og veit ekki hvaða rök eru færð fyrir þessu. Ég hef ekki haft tök á að kynna mér málið en það segir sig sjálft að barnaverndarlög eru sett börnum til varnar,“ segir hún aðspurð um hvort það hafi verið vilji löggjöfans að ná til alls ofbeldis.
Alþingi Tengdar fréttir Umboðsmaður barna: Hafið yfir skynsamlegan vafa að ómálga barn var beitt ofbeldi Gagnrýnir harðlega ákvörðun lögreglu og ríkissaksóknara að láta kæru foreldra barns á 101 leikskóla falla niður 19. september 2014 13:33 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Umboðsmaður barna: Hafið yfir skynsamlegan vafa að ómálga barn var beitt ofbeldi Gagnrýnir harðlega ákvörðun lögreglu og ríkissaksóknara að láta kæru foreldra barns á 101 leikskóla falla niður 19. september 2014 13:33