Innlent

Mögnuð myndbönd frá eldgosinu í Holuhrauni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Auðunn Níelsson, okkar maður á staðnum, tók þessi frábæru myndbönd.
Auðunn Níelsson, okkar maður á staðnum, tók þessi frábæru myndbönd. visir/skjáskot
Eldgosið sem nú stendur yfir í Holuhrauni, norðan við Vatnajökul, hefur nú staðið yfir í rúma fimm sólarhringa. Það hófst aðfararnótt sunnudagsins.

Í gærkvöldi hafði hraunið úr eldgosinu þakið 9,1 kílómetra svæði.

Auðunn Níelsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, flaug yfir svæðið í gær og tók meðfylgjandi myndbönd.

Lögreglustjórinn á Húsavík, í samvinnu við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að aflétta innri lokun í Holuhrauni og munu vísindamenn og fjölmiðlar á svæðinu geta farið aftur að gosstöðvunum.

Óróinn gekk niður í gærkvöldi og hefur ekki orðið vart aftur í sama mæli og í gær.


Tengdar fréttir

Live webcam: "Similar in size to the largest Krafla eruptions"

Magma started flowing in Holuhraun at 5:00 AM this morning. The eruption is located on the same fissure as the previous eruption on Friday morning, but is many times larger. This is the third eruption in the Bárðarbunga region in roughly a week, and the largest by far.

Hvað á nýja eldstöðin að heita?

Fjölmargar tillögur um nafn á nýju eldstöðina hafa borist fréttastofu. Flestir leggja til Drekahraun og þá hafa einnig fjölmargir lagt til Bárðarhraun.

Eruption started again

An eruption has started again in Holuhraun, just north of Dyngjujokull in Iceland. The eruption was visible from a live webcam at 5:49 AM local time.

Flatarmál hraunsins nú rúmir fjórir ferkílómetrar

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, flaug yfir umbrotasvæðið við norðanverðan Vatnajökul milli klukkan 13:45 og 16:30 í dag. Gossprungan er um 1,5 kílómetri og er samfellt gos á um 600 til 800 metra löngum kafla.

Stærra gos en síðast

"Þetta er hraungos og það er aðeins meira en síðast. Meira hraun sem er ósköp eðlilegt og eins og við var búist,“ segir eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×