Gosið heldur sínu striki: Gufubólstrar rísa 20-30 metra til himins Hjörtur Hjartarson skrifar 7. september 2014 14:59 Ekkert lát er á gosinu í Holuhrauni. Mynd/Auðunn Níelsson Hraunstraumurinn í eldgosinu í Holuhrauni hefur nú náð í meginfarveg Jökulsár á Fjöllum og stíga gufubólstrar þar nú upp. Vísindamaður á svæðinu segir þó litlar líkur á að farvegur fljótsins breytist mikið við það. Gangurinn í gosinu er með svipuðum hætti og í gær. „Þær helstu breytingar sem hafa orðið er það að hraunið hefur nú farið ofan í farveg Jökulsár á Fjöllum og er í þann mund að fara ofan í meginkvíslina á ánni. Við það verða talsverðar gufumyndanir. Vatnið úr ánni gufar upp vegna hitans frá hrauninu. Þá verða talsverðir gufubólstrar sem stíga upp 20 – 30 metra, eitthvað svoleiðis,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, eldfjallasérfræðingur sem er við eldstöðvarnar. Hann segir annars allt með kyrrum kjörum á svæðinu. „Gangurinn í gosinu er mjög svipaður því sem hefur verið undanfarna tvo daga. Aðalvirknin er í norðursprungunni og lítil virkni í þessari suðursprungu sem myndaðist fyrir tveimur dögum. Miðgígurinn á norðursprungunni hann gýs að venju mest og er með myndarlega kvikustróka sem eru í sömu hæð og í gær eða svona á bilinu 50-100 metra,“ útskýrði hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Syðsti gígurinn er einnig virkur að sögn Þorvalds. Virknin þar er stöðug. „Þannig að framleiðinin í gosinu er þetta svipuð, sirka 100 rúmmetra á sekúndu. Gæti verið eitthvað aðeins hærra. Hraunið heldur sinni framrás, hún er nokkuð stöðug, fór upp í 100 metra á klukkustund í gær og virðist vera á svipuðu róli í augnablikinu.“ Gosið heldur því sínu striki samkvæmt eldfjallasérfræðingnum en grannt er fylgst með gangi mála. Hér að neðan má sjá stórkostlegt myndband sem Jón Gústafsson tók af gosinu á dögunum. Volcano at night - Iceland September 4 2014 from Jon Gustafsson on Vimeo. Bárðarbunga Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Sjá meira
Hraunstraumurinn í eldgosinu í Holuhrauni hefur nú náð í meginfarveg Jökulsár á Fjöllum og stíga gufubólstrar þar nú upp. Vísindamaður á svæðinu segir þó litlar líkur á að farvegur fljótsins breytist mikið við það. Gangurinn í gosinu er með svipuðum hætti og í gær. „Þær helstu breytingar sem hafa orðið er það að hraunið hefur nú farið ofan í farveg Jökulsár á Fjöllum og er í þann mund að fara ofan í meginkvíslina á ánni. Við það verða talsverðar gufumyndanir. Vatnið úr ánni gufar upp vegna hitans frá hrauninu. Þá verða talsverðir gufubólstrar sem stíga upp 20 – 30 metra, eitthvað svoleiðis,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, eldfjallasérfræðingur sem er við eldstöðvarnar. Hann segir annars allt með kyrrum kjörum á svæðinu. „Gangurinn í gosinu er mjög svipaður því sem hefur verið undanfarna tvo daga. Aðalvirknin er í norðursprungunni og lítil virkni í þessari suðursprungu sem myndaðist fyrir tveimur dögum. Miðgígurinn á norðursprungunni hann gýs að venju mest og er með myndarlega kvikustróka sem eru í sömu hæð og í gær eða svona á bilinu 50-100 metra,“ útskýrði hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Syðsti gígurinn er einnig virkur að sögn Þorvalds. Virknin þar er stöðug. „Þannig að framleiðinin í gosinu er þetta svipuð, sirka 100 rúmmetra á sekúndu. Gæti verið eitthvað aðeins hærra. Hraunið heldur sinni framrás, hún er nokkuð stöðug, fór upp í 100 metra á klukkustund í gær og virðist vera á svipuðu róli í augnablikinu.“ Gosið heldur því sínu striki samkvæmt eldfjallasérfræðingnum en grannt er fylgst með gangi mála. Hér að neðan má sjá stórkostlegt myndband sem Jón Gústafsson tók af gosinu á dögunum. Volcano at night - Iceland September 4 2014 from Jon Gustafsson on Vimeo.
Bárðarbunga Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Sjá meira