Enski boltinn

Gerrard segir að Liverpool sé meistaraefni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gerrard.
Gerrard. Vísir/Getty
Steven Gerrard, miðjumaður Liverpool, segir að Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, sé ólmur í að vinna sinn fyrsta titil með félaginu.

„Brendan hefur nú verið hér í tvö ár og ég held að hann sé ólmur að koma bikar í safnið, það er markmið númer eitt," sagði fyrirliðinn í viðtali.

„Það er einnig mjög mikilvægt að við höldum sæti okkar í Meistaradeildinni."

Liverpool lenti í öðru sæti á síðasta tímabil, en var á toppnum lengi vel. Gerrard segir að það hjálpi hópnum í ár.

„Eftir ferðalag okkar á síðasta tímabili og með þetta mikla sjálfstraust, þá held ég að við séum klárlega meistaraefni," sagði Gerrard sem hrósaði þjálfaranum Rodgers að lokum:

„Hann er þjálfari sem þú vilt leggja hart á þig fyrir og vinna fyrir. Hann sýnir leikmönnum mikinn skilning og fer með þá eins og það séu hans eigin börn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×