Innlent

Skora á araba til að kveikja í fána IS

Atli Ísleifsson skrifar
Vísir/AFP
Áskorun um að brenna fána IS-samtakanna fer nú sem eldur í sinu í netheimum í arabaríkjum.

Áskorunin fór á flug eftir að þrír ungir Líbanir birtu myndir af sjálfum sér þar sem þeir brenndu fána IS á miðju Sassine-torgi í höfuðborginni Beirút. Skömmu síðar birti annar Líbani myndband á YouTube af sjálfum sér við sömu iðju og hefur þetta undið upp á sig síðan.

Í anda hinnar vinsælu Ísfötuáskorunar hvetja menn svo aðra til að búa til sambærilegt myndband undir merkinu #BurnISISFlagChallenge.

Í frétt International Business Times segir að áskorunin hafi verið sérstaklega vinsæl í Líbanon eftir líbanskur hermaður í haldi IS-liða var afhöfðaður fyrir skemmstu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×