Innlent

Settu heimsmet í steypu

Mynd / Forseti.is
Í þættinum Ævintýri í Abu Dhabi, sem sýndur verður í opinni dagskrá á Stöð 2 að loknum fréttum í kvöld klukkan 19.20, er Ólafi Wallevik, hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands fylgt eftir til Abu Dhabi á heimsráðstefnu um vistvæna orku.

Á ráðstefnunni sem fram fór árið 2012,  setti Ólafur og teymi hans heimsmet þegar hann ásamt fyrirtækinu Abu Dhabi Readymix framleiddi og sýndi umhverfisvænustu steypu í heimi, þ.e. steypu með heimsins minnsta kolefnisspor. Keppikeflið er að lækka kolefnislosun steypu sem er gríðarlega mikilvægt þar sem steypa er mest framleidda efni á jörðinni af mannavöldum.

Umhverfisvæna steypan sem fjallað er um hefur vakið heimsathygli og nú vinnur Ólafur ásamt kínverskum embættismönnum að því spennandi verkefni að steypan verði notuð í hinum gríðarstóra byggingariðnaði Kína.

Eins og áður sagði er þátturinn á opinni dagskrá á stöð 2 í kvöld að loknum fréttum og Íslandi í dag klukkan 19.20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×