Innlent

Óprúttnir aðilar senda pósta í nafni bankanna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ef fólk smellir á hlekkinn er öruggast að breyta lykilorðinu í heimabankanum.
Ef fólk smellir á hlekkinn er öruggast að breyta lykilorðinu í heimabankanum.
Tölvupóstar hafa verið sendir út í nafni íslenskra banka í dag. Póstarnir eru þannig að fólk er beðið um að smella á einhvern hlekk og skrá sig á vefsíður, en vefsíðurnar eru ekki raunverulegar. Samkvæmt upplýsingum Vísis hafa póstar í nafni fleiri en eins banka verið sendir í dag.

Einn af þessum bönkum er Arion banki. „Þetta fyrirkomulag sem þarna er í gangi er eitthvað sem við erum ekki með,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka.

„Við sendum ekki póst með þessum hætti og ég bið fólk um að smella ekki á þessa hlekki,“ segir hann og hvetur jafnframt fólk, sem verður á að ýta á hlekkina, að fara inn í heimabankann sinn og breyta lykilorðinu sínu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×