Innlent

Eldur varð laus í Gufunesi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/stefán
Allt tiltækt lið var kallað út þegar eldur varð laus í Gufunesi á tólfta tímanum í kvöld. Eldurinn braust út í gámi við eiturefnamóttöku Gámaþjónustunnar í Gufunesi en ekki er vitað hvað olli því.

Vel gekk að slá á bálið og að sögn slökkviliðsmanns hjá slökkvistöðinni í Skógarhlíð var vindur hagstæður og engin hætta á ferðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×