Telja hækkunina koma sér illa Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. september 2014 20:37 Karl Garðarsson. vísir/gva „Það eru mikil vonbrigði að stjórnvöld skuli hafa ákveðið að hækka virðisaukaskatt á matvæli úr 7% í 12%. Það mun óhjákvæmilega leiða til hækkunar matarverðs og kemur sérstaklega illa við þá lægst launuðu.“ Þetta skrifar Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins á Facebook síðu sína og tekur þar með undir sjónarmið ASÍ en forseti ASÍ lýsti í dag yfir efasemdum um breytingar á hækkun lægra virðisaukaskattþreps. Telja þeir að hækkunin komi sérstaklega illa við tekjulág heimili og barnafólk. „Ég hef lýst því yfir áður að ég sé mótfallinn þessu. Ég tel að þetta sé ekki skynsamleg leið til að fara. Það er ljóst að þetta kemur mjög illa við þá sem hafa lág laun og einstaklinga til dæmis barnlausa og öryrkja og aldraða. Ég tel að stjórnvöld hefðu átt að fara aðra leið,“ segir Karl í samtali við fréttastofu. Fjárlagafrumvarpinu var útbýtt á Alþingi klukkan fjögur í dag. Hækkun lægra virðisaukaskattsþrepsins þýðir að virðisaukaskattur á matvæli hækkar um fimm prósentustig. Samkvæmt greiningu sem var unnin fyrir fjármálaráðuneytið þýðir þetta að matarkostnaður fjögurra manna fjölskyldu hækkar um 42.000 krónur á ári. „Afnám vörugjalda snýr einungis að afmörkuðum hlutum, þó ákveðnar matvörur séu þar líka. Ég hef áður lýst yfir andstöðu við þessar breytingar og sú skoðun mín hefur ekki breyst. Það er nauðsynlegt að ná fram breytingum í meðförum þingsins,“segir Karl jafnframt í færslu sinni. Fleiri hafa lagt orð í belg hvað varðar þessar nýju breytingar og sendi Starfsgreinasambandið meðal annars út yfirlýsingu í dag þess efnis. „Skerðing á bótatíma atvinnulausra er afturhvarf til fortíðar. Með hækkun á matarskatti er verið að velta álögum frá tekjuhæsta fólkinu yfir á lágtekjufólk,“segir meðal annars í tilkynningunni. Færslu Karls sjá hér að neðan. Innlegg frá Karl Garðarsson. Alþingi Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
„Það eru mikil vonbrigði að stjórnvöld skuli hafa ákveðið að hækka virðisaukaskatt á matvæli úr 7% í 12%. Það mun óhjákvæmilega leiða til hækkunar matarverðs og kemur sérstaklega illa við þá lægst launuðu.“ Þetta skrifar Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins á Facebook síðu sína og tekur þar með undir sjónarmið ASÍ en forseti ASÍ lýsti í dag yfir efasemdum um breytingar á hækkun lægra virðisaukaskattþreps. Telja þeir að hækkunin komi sérstaklega illa við tekjulág heimili og barnafólk. „Ég hef lýst því yfir áður að ég sé mótfallinn þessu. Ég tel að þetta sé ekki skynsamleg leið til að fara. Það er ljóst að þetta kemur mjög illa við þá sem hafa lág laun og einstaklinga til dæmis barnlausa og öryrkja og aldraða. Ég tel að stjórnvöld hefðu átt að fara aðra leið,“ segir Karl í samtali við fréttastofu. Fjárlagafrumvarpinu var útbýtt á Alþingi klukkan fjögur í dag. Hækkun lægra virðisaukaskattsþrepsins þýðir að virðisaukaskattur á matvæli hækkar um fimm prósentustig. Samkvæmt greiningu sem var unnin fyrir fjármálaráðuneytið þýðir þetta að matarkostnaður fjögurra manna fjölskyldu hækkar um 42.000 krónur á ári. „Afnám vörugjalda snýr einungis að afmörkuðum hlutum, þó ákveðnar matvörur séu þar líka. Ég hef áður lýst yfir andstöðu við þessar breytingar og sú skoðun mín hefur ekki breyst. Það er nauðsynlegt að ná fram breytingum í meðförum þingsins,“segir Karl jafnframt í færslu sinni. Fleiri hafa lagt orð í belg hvað varðar þessar nýju breytingar og sendi Starfsgreinasambandið meðal annars út yfirlýsingu í dag þess efnis. „Skerðing á bótatíma atvinnulausra er afturhvarf til fortíðar. Með hækkun á matarskatti er verið að velta álögum frá tekjuhæsta fólkinu yfir á lágtekjufólk,“segir meðal annars í tilkynningunni. Færslu Karls sjá hér að neðan. Innlegg frá Karl Garðarsson.
Alþingi Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira