Bill Gates mættur á Timberlake Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. ágúst 2014 22:34 Vísir/Getty Milljarðamæringurinn Bill Gates er staddur hér á landi og mun vera gestur á tónleikum Justin Timberlake sem fara fram á sunnudagskvöld. Bill Gates kom hingað til lands á einkaþotu sinni og mun eyða helginni hér á landi áður en hann fer á tónleikana, sem eru síðustu tónleikar Timberlake í Evrópu en söngvarinn heldur til Ástralíu eftir að spila í Kórnum. Samkvæmt heimildum Vísis þekkjast Timberlake og Gates og munu þeir eyða tíma saman hér á Íslandi, áður en söngvarinn heldur áfram á tónleikaferðalagi sínu. Timberlake lenti hér á landi fyrr í dag en hann ferðaðist í stórri dökkblárri einkaþotu. Að sögn sjónarvotta var hann með húfu og sólgleraugu þegar hann steig út úr vélinni. Mikill fjöldi fylgdi honum eftir. Sögusagnir eru á kreiki þess efnis að fleiri erlendar stjörnur séu hér á landi. Talið er að Jessica Biel, eiginkona Justin Timberlake, muni vera gestur á tónleikunum hans. Þau giftu sig á Ítalíu fyrir tveimur árum síðan. Beðið er eftir tónleikum Timberlake á sunnudagskvöld með mikilli eftirvæntingu. Tónleikunum verður sjónvarpað í gegnum vefsíðuna Yahoo um gjörvallan heim og er fjölmennt tæknilið statt hér á landi vegna þess. Löngu er uppselt á tónleikana og verður umferð um Kórahverfið takmörkuð verulega á sunnudaginn. Þá munu eingöngu íbúar hverfisins fá leyfi til þess að aka um hverfið. Tónleikagestir eru hvattir til þess að koma gangandi eða á hjóli. Þeir sem koma á bílum geta lagt á tilteknum svæðum í Kópavogi og þaðan verða tíðar strætóferðir, tónleikagestum að kostnaðarlausu. Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Sjá meira
Milljarðamæringurinn Bill Gates er staddur hér á landi og mun vera gestur á tónleikum Justin Timberlake sem fara fram á sunnudagskvöld. Bill Gates kom hingað til lands á einkaþotu sinni og mun eyða helginni hér á landi áður en hann fer á tónleikana, sem eru síðustu tónleikar Timberlake í Evrópu en söngvarinn heldur til Ástralíu eftir að spila í Kórnum. Samkvæmt heimildum Vísis þekkjast Timberlake og Gates og munu þeir eyða tíma saman hér á Íslandi, áður en söngvarinn heldur áfram á tónleikaferðalagi sínu. Timberlake lenti hér á landi fyrr í dag en hann ferðaðist í stórri dökkblárri einkaþotu. Að sögn sjónarvotta var hann með húfu og sólgleraugu þegar hann steig út úr vélinni. Mikill fjöldi fylgdi honum eftir. Sögusagnir eru á kreiki þess efnis að fleiri erlendar stjörnur séu hér á landi. Talið er að Jessica Biel, eiginkona Justin Timberlake, muni vera gestur á tónleikunum hans. Þau giftu sig á Ítalíu fyrir tveimur árum síðan. Beðið er eftir tónleikum Timberlake á sunnudagskvöld með mikilli eftirvæntingu. Tónleikunum verður sjónvarpað í gegnum vefsíðuna Yahoo um gjörvallan heim og er fjölmennt tæknilið statt hér á landi vegna þess. Löngu er uppselt á tónleikana og verður umferð um Kórahverfið takmörkuð verulega á sunnudaginn. Þá munu eingöngu íbúar hverfisins fá leyfi til þess að aka um hverfið. Tónleikagestir eru hvattir til þess að koma gangandi eða á hjóli. Þeir sem koma á bílum geta lagt á tilteknum svæðum í Kópavogi og þaðan verða tíðar strætóferðir, tónleikagestum að kostnaðarlausu.
Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Sjá meira