Bill Gates mættur á Timberlake Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. ágúst 2014 22:34 Vísir/Getty Milljarðamæringurinn Bill Gates er staddur hér á landi og mun vera gestur á tónleikum Justin Timberlake sem fara fram á sunnudagskvöld. Bill Gates kom hingað til lands á einkaþotu sinni og mun eyða helginni hér á landi áður en hann fer á tónleikana, sem eru síðustu tónleikar Timberlake í Evrópu en söngvarinn heldur til Ástralíu eftir að spila í Kórnum. Samkvæmt heimildum Vísis þekkjast Timberlake og Gates og munu þeir eyða tíma saman hér á Íslandi, áður en söngvarinn heldur áfram á tónleikaferðalagi sínu. Timberlake lenti hér á landi fyrr í dag en hann ferðaðist í stórri dökkblárri einkaþotu. Að sögn sjónarvotta var hann með húfu og sólgleraugu þegar hann steig út úr vélinni. Mikill fjöldi fylgdi honum eftir. Sögusagnir eru á kreiki þess efnis að fleiri erlendar stjörnur séu hér á landi. Talið er að Jessica Biel, eiginkona Justin Timberlake, muni vera gestur á tónleikunum hans. Þau giftu sig á Ítalíu fyrir tveimur árum síðan. Beðið er eftir tónleikum Timberlake á sunnudagskvöld með mikilli eftirvæntingu. Tónleikunum verður sjónvarpað í gegnum vefsíðuna Yahoo um gjörvallan heim og er fjölmennt tæknilið statt hér á landi vegna þess. Löngu er uppselt á tónleikana og verður umferð um Kórahverfið takmörkuð verulega á sunnudaginn. Þá munu eingöngu íbúar hverfisins fá leyfi til þess að aka um hverfið. Tónleikagestir eru hvattir til þess að koma gangandi eða á hjóli. Þeir sem koma á bílum geta lagt á tilteknum svæðum í Kópavogi og þaðan verða tíðar strætóferðir, tónleikagestum að kostnaðarlausu. Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Munur er á manviti og mannviti Menning Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Jól Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Fleiri fréttir Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Sjá meira
Milljarðamæringurinn Bill Gates er staddur hér á landi og mun vera gestur á tónleikum Justin Timberlake sem fara fram á sunnudagskvöld. Bill Gates kom hingað til lands á einkaþotu sinni og mun eyða helginni hér á landi áður en hann fer á tónleikana, sem eru síðustu tónleikar Timberlake í Evrópu en söngvarinn heldur til Ástralíu eftir að spila í Kórnum. Samkvæmt heimildum Vísis þekkjast Timberlake og Gates og munu þeir eyða tíma saman hér á Íslandi, áður en söngvarinn heldur áfram á tónleikaferðalagi sínu. Timberlake lenti hér á landi fyrr í dag en hann ferðaðist í stórri dökkblárri einkaþotu. Að sögn sjónarvotta var hann með húfu og sólgleraugu þegar hann steig út úr vélinni. Mikill fjöldi fylgdi honum eftir. Sögusagnir eru á kreiki þess efnis að fleiri erlendar stjörnur séu hér á landi. Talið er að Jessica Biel, eiginkona Justin Timberlake, muni vera gestur á tónleikunum hans. Þau giftu sig á Ítalíu fyrir tveimur árum síðan. Beðið er eftir tónleikum Timberlake á sunnudagskvöld með mikilli eftirvæntingu. Tónleikunum verður sjónvarpað í gegnum vefsíðuna Yahoo um gjörvallan heim og er fjölmennt tæknilið statt hér á landi vegna þess. Löngu er uppselt á tónleikana og verður umferð um Kórahverfið takmörkuð verulega á sunnudaginn. Þá munu eingöngu íbúar hverfisins fá leyfi til þess að aka um hverfið. Tónleikagestir eru hvattir til þess að koma gangandi eða á hjóli. Þeir sem koma á bílum geta lagt á tilteknum svæðum í Kópavogi og þaðan verða tíðar strætóferðir, tónleikagestum að kostnaðarlausu.
Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Munur er á manviti og mannviti Menning Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Jól Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Fleiri fréttir Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Sjá meira