Bill Gates mættur á Timberlake Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. ágúst 2014 22:34 Vísir/Getty Milljarðamæringurinn Bill Gates er staddur hér á landi og mun vera gestur á tónleikum Justin Timberlake sem fara fram á sunnudagskvöld. Bill Gates kom hingað til lands á einkaþotu sinni og mun eyða helginni hér á landi áður en hann fer á tónleikana, sem eru síðustu tónleikar Timberlake í Evrópu en söngvarinn heldur til Ástralíu eftir að spila í Kórnum. Samkvæmt heimildum Vísis þekkjast Timberlake og Gates og munu þeir eyða tíma saman hér á Íslandi, áður en söngvarinn heldur áfram á tónleikaferðalagi sínu. Timberlake lenti hér á landi fyrr í dag en hann ferðaðist í stórri dökkblárri einkaþotu. Að sögn sjónarvotta var hann með húfu og sólgleraugu þegar hann steig út úr vélinni. Mikill fjöldi fylgdi honum eftir. Sögusagnir eru á kreiki þess efnis að fleiri erlendar stjörnur séu hér á landi. Talið er að Jessica Biel, eiginkona Justin Timberlake, muni vera gestur á tónleikunum hans. Þau giftu sig á Ítalíu fyrir tveimur árum síðan. Beðið er eftir tónleikum Timberlake á sunnudagskvöld með mikilli eftirvæntingu. Tónleikunum verður sjónvarpað í gegnum vefsíðuna Yahoo um gjörvallan heim og er fjölmennt tæknilið statt hér á landi vegna þess. Löngu er uppselt á tónleikana og verður umferð um Kórahverfið takmörkuð verulega á sunnudaginn. Þá munu eingöngu íbúar hverfisins fá leyfi til þess að aka um hverfið. Tónleikagestir eru hvattir til þess að koma gangandi eða á hjóli. Þeir sem koma á bílum geta lagt á tilteknum svæðum í Kópavogi og þaðan verða tíðar strætóferðir, tónleikagestum að kostnaðarlausu. Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Fleiri fréttir Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu Sjá meira
Milljarðamæringurinn Bill Gates er staddur hér á landi og mun vera gestur á tónleikum Justin Timberlake sem fara fram á sunnudagskvöld. Bill Gates kom hingað til lands á einkaþotu sinni og mun eyða helginni hér á landi áður en hann fer á tónleikana, sem eru síðustu tónleikar Timberlake í Evrópu en söngvarinn heldur til Ástralíu eftir að spila í Kórnum. Samkvæmt heimildum Vísis þekkjast Timberlake og Gates og munu þeir eyða tíma saman hér á Íslandi, áður en söngvarinn heldur áfram á tónleikaferðalagi sínu. Timberlake lenti hér á landi fyrr í dag en hann ferðaðist í stórri dökkblárri einkaþotu. Að sögn sjónarvotta var hann með húfu og sólgleraugu þegar hann steig út úr vélinni. Mikill fjöldi fylgdi honum eftir. Sögusagnir eru á kreiki þess efnis að fleiri erlendar stjörnur séu hér á landi. Talið er að Jessica Biel, eiginkona Justin Timberlake, muni vera gestur á tónleikunum hans. Þau giftu sig á Ítalíu fyrir tveimur árum síðan. Beðið er eftir tónleikum Timberlake á sunnudagskvöld með mikilli eftirvæntingu. Tónleikunum verður sjónvarpað í gegnum vefsíðuna Yahoo um gjörvallan heim og er fjölmennt tæknilið statt hér á landi vegna þess. Löngu er uppselt á tónleikana og verður umferð um Kórahverfið takmörkuð verulega á sunnudaginn. Þá munu eingöngu íbúar hverfisins fá leyfi til þess að aka um hverfið. Tónleikagestir eru hvattir til þess að koma gangandi eða á hjóli. Þeir sem koma á bílum geta lagt á tilteknum svæðum í Kópavogi og þaðan verða tíðar strætóferðir, tónleikagestum að kostnaðarlausu.
Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Fleiri fréttir Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu Sjá meira