Vegna eldgossins í Dyngjujökli hafa öll Jökulsárgljúfur verið rýmd og er umferð um vegina vestan- og austanmegin við þau lokuð vegna mögulegrar hættu á hlaupi í Jökulsá á Fjöllum. Þá er unnið að því að rýma svæðin við Vesturdal, Hljóðakletta, Dettifoss og allar gönguleiðir á svæðinu.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík eru allir viðbragðsaðilar á svæðinu í viðbragðsstöðu og er unnið á hættustigi. Beðið er frekari upplýsinga um jarðhræringarnar í Dyngjujökli,en sjáist teikn um að hlaup sé hafið í Jökulsá á Fjöllum verða byggðirnar í Kelduhverfi, Núpasveit og Öxarfirði rýmdar. Komi til þess þá er undirbúningar hafinn að því að opna fjöldahjálparstöðvar á Húsavík, Kópaskeri og í grunnskólanum í Reykjahlíð á Mývatni.
Undirbúa opnun fjöldahjálparstöðva

Tengdar fréttir

Eldgos hafið í Dyngjujökli
Eldgosið er lítið samkvæmt samhæfingarmiðstöð almannavarna

Hraungos hafið undir Dyngjujökli
Talið er að lítið hraungos sér hafið undir Dyngjujökli. Talið er að um 150-400 metra þykkur ís sé yfir svæðinu. Litakóði fyrir flug hefur verið færður upp færður úr appelsínugulu í rautt.