Skaftáreldar komu upp úr löngum kvikugangi Kristján Már Unnarsson skrifar 26. ágúst 2014 21:00 Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að kvikugangar, eins og sá sem nú vex undir norðanverðum Vatnajökli, geti orsakað hættuleg hamfaragos. Í Skaftáreldum og Eldgjárgosinu hafi slíkir kvikugangar opnast eins og rennilás og valdið miklum usla á Íslandi. Haraldur sýndi okkur í gær berggang við Stykkishólmshöfn sem dæmi um það fyrirbæri sem gæti verið að myndast norðaustur af Bárðarbungu. Veðurstofan áætlar að kvikugangurinn þar sé nú orðinn 37 kílómetra langur og nái norður fyrir Vatnajökul. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Haraldur ekki mikið vitað um hvað það er sem hleypir svona göngum upp á yfirborðið.Jarðskjálftakort Veðurstofunnar er talið sýna vel hvernig kvikugangurinn skríður frá Bárðarbungu.Kort/Veðurstofa Íslands.„Við vitum að það gerðist í þessum stórgosum, eins og Skaftáreldum, Lakagosinu. Þá kom gangur upp á yfirborðið. Það var bara eins og það hefði verið rennilás, - bara opnast 25 kílómetra svæði, - á láglendinu,” segir Haraldur. Kvikugangurinn í Lagagígum er talinn hafa farið 70 kílómetra leið úr Grímsvötnum. „Það gaus ekki á hálendinu, undir jöklinum, heldur gaus á láglendinu, - þar sem gangurinn gekk undir láglendið. Svipað gerðist í Eldgjá um 934. Þá var eins og rennilásinn opnaðist.” Sá kvikugangur er rakinn til Kötlu, segir Haraldur. Eldgjár- og Skaftáreldagosin eru talin með stærstu hraungosum á jörðinni á sögulegum tíma. En telur Haraldur hættu á að slíkur atburður sé að hefjast? „Ég held ekki. Af því að þessi gangur er að fara yfir tiltölulega hálent svæði.” Á Eldfjallasafninu í Stykkishólmi er Haraldur með til sýnis elsta kort sem til er af Lakagígum, sem orsökuðu Móðuharðindin árið 1783. Hann segir að stórgos eins og Skaftáreldar og Eldgjárgosið komi upp með 15-18 rúmkílómetra af kviku. Surtsey hafi verið um einn rúmkílómetri. „Þetta eru hamfaragos sem hafa valdið mjög miklum usla á Íslandi. Þau eiga eftir að gerast aftur. Þau gerast á um það bil 500 ára fresti, - svona stórgos. Þau eiga eftir að koma aftur. Ég er ekki viss um að við höfum einu sinni velt því fyrir okkur hver áhrifin eru af svona gosum. Við höfum ekki hugmynd um það.” Tengdar fréttir Kvikan gæti náð inn í Öskju og tendrað öflugt sprengigos Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir hættu á að kvikan frá Bárðarbungu nái inn í eldstöðvakerfi Öskju. 25. ágúst 2014 19:45 Segir Kröflumynstrið komið í Bárðarbungu Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, segir Kröflumynstrið komið í Bárðarbungu. 25. ágúst 2014 07:15 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að kvikugangar, eins og sá sem nú vex undir norðanverðum Vatnajökli, geti orsakað hættuleg hamfaragos. Í Skaftáreldum og Eldgjárgosinu hafi slíkir kvikugangar opnast eins og rennilás og valdið miklum usla á Íslandi. Haraldur sýndi okkur í gær berggang við Stykkishólmshöfn sem dæmi um það fyrirbæri sem gæti verið að myndast norðaustur af Bárðarbungu. Veðurstofan áætlar að kvikugangurinn þar sé nú orðinn 37 kílómetra langur og nái norður fyrir Vatnajökul. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Haraldur ekki mikið vitað um hvað það er sem hleypir svona göngum upp á yfirborðið.Jarðskjálftakort Veðurstofunnar er talið sýna vel hvernig kvikugangurinn skríður frá Bárðarbungu.Kort/Veðurstofa Íslands.„Við vitum að það gerðist í þessum stórgosum, eins og Skaftáreldum, Lakagosinu. Þá kom gangur upp á yfirborðið. Það var bara eins og það hefði verið rennilás, - bara opnast 25 kílómetra svæði, - á láglendinu,” segir Haraldur. Kvikugangurinn í Lagagígum er talinn hafa farið 70 kílómetra leið úr Grímsvötnum. „Það gaus ekki á hálendinu, undir jöklinum, heldur gaus á láglendinu, - þar sem gangurinn gekk undir láglendið. Svipað gerðist í Eldgjá um 934. Þá var eins og rennilásinn opnaðist.” Sá kvikugangur er rakinn til Kötlu, segir Haraldur. Eldgjár- og Skaftáreldagosin eru talin með stærstu hraungosum á jörðinni á sögulegum tíma. En telur Haraldur hættu á að slíkur atburður sé að hefjast? „Ég held ekki. Af því að þessi gangur er að fara yfir tiltölulega hálent svæði.” Á Eldfjallasafninu í Stykkishólmi er Haraldur með til sýnis elsta kort sem til er af Lakagígum, sem orsökuðu Móðuharðindin árið 1783. Hann segir að stórgos eins og Skaftáreldar og Eldgjárgosið komi upp með 15-18 rúmkílómetra af kviku. Surtsey hafi verið um einn rúmkílómetri. „Þetta eru hamfaragos sem hafa valdið mjög miklum usla á Íslandi. Þau eiga eftir að gerast aftur. Þau gerast á um það bil 500 ára fresti, - svona stórgos. Þau eiga eftir að koma aftur. Ég er ekki viss um að við höfum einu sinni velt því fyrir okkur hver áhrifin eru af svona gosum. Við höfum ekki hugmynd um það.”
Tengdar fréttir Kvikan gæti náð inn í Öskju og tendrað öflugt sprengigos Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir hættu á að kvikan frá Bárðarbungu nái inn í eldstöðvakerfi Öskju. 25. ágúst 2014 19:45 Segir Kröflumynstrið komið í Bárðarbungu Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, segir Kröflumynstrið komið í Bárðarbungu. 25. ágúst 2014 07:15 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Kvikan gæti náð inn í Öskju og tendrað öflugt sprengigos Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir hættu á að kvikan frá Bárðarbungu nái inn í eldstöðvakerfi Öskju. 25. ágúst 2014 19:45
Segir Kröflumynstrið komið í Bárðarbungu Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, segir Kröflumynstrið komið í Bárðarbungu. 25. ágúst 2014 07:15