Skaftáreldar komu upp úr löngum kvikugangi Kristján Már Unnarsson skrifar 26. ágúst 2014 21:00 Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að kvikugangar, eins og sá sem nú vex undir norðanverðum Vatnajökli, geti orsakað hættuleg hamfaragos. Í Skaftáreldum og Eldgjárgosinu hafi slíkir kvikugangar opnast eins og rennilás og valdið miklum usla á Íslandi. Haraldur sýndi okkur í gær berggang við Stykkishólmshöfn sem dæmi um það fyrirbæri sem gæti verið að myndast norðaustur af Bárðarbungu. Veðurstofan áætlar að kvikugangurinn þar sé nú orðinn 37 kílómetra langur og nái norður fyrir Vatnajökul. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Haraldur ekki mikið vitað um hvað það er sem hleypir svona göngum upp á yfirborðið.Jarðskjálftakort Veðurstofunnar er talið sýna vel hvernig kvikugangurinn skríður frá Bárðarbungu.Kort/Veðurstofa Íslands.„Við vitum að það gerðist í þessum stórgosum, eins og Skaftáreldum, Lakagosinu. Þá kom gangur upp á yfirborðið. Það var bara eins og það hefði verið rennilás, - bara opnast 25 kílómetra svæði, - á láglendinu,” segir Haraldur. Kvikugangurinn í Lagagígum er talinn hafa farið 70 kílómetra leið úr Grímsvötnum. „Það gaus ekki á hálendinu, undir jöklinum, heldur gaus á láglendinu, - þar sem gangurinn gekk undir láglendið. Svipað gerðist í Eldgjá um 934. Þá var eins og rennilásinn opnaðist.” Sá kvikugangur er rakinn til Kötlu, segir Haraldur. Eldgjár- og Skaftáreldagosin eru talin með stærstu hraungosum á jörðinni á sögulegum tíma. En telur Haraldur hættu á að slíkur atburður sé að hefjast? „Ég held ekki. Af því að þessi gangur er að fara yfir tiltölulega hálent svæði.” Á Eldfjallasafninu í Stykkishólmi er Haraldur með til sýnis elsta kort sem til er af Lakagígum, sem orsökuðu Móðuharðindin árið 1783. Hann segir að stórgos eins og Skaftáreldar og Eldgjárgosið komi upp með 15-18 rúmkílómetra af kviku. Surtsey hafi verið um einn rúmkílómetri. „Þetta eru hamfaragos sem hafa valdið mjög miklum usla á Íslandi. Þau eiga eftir að gerast aftur. Þau gerast á um það bil 500 ára fresti, - svona stórgos. Þau eiga eftir að koma aftur. Ég er ekki viss um að við höfum einu sinni velt því fyrir okkur hver áhrifin eru af svona gosum. Við höfum ekki hugmynd um það.” Tengdar fréttir Kvikan gæti náð inn í Öskju og tendrað öflugt sprengigos Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir hættu á að kvikan frá Bárðarbungu nái inn í eldstöðvakerfi Öskju. 25. ágúst 2014 19:45 Segir Kröflumynstrið komið í Bárðarbungu Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, segir Kröflumynstrið komið í Bárðarbungu. 25. ágúst 2014 07:15 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að kvikugangar, eins og sá sem nú vex undir norðanverðum Vatnajökli, geti orsakað hættuleg hamfaragos. Í Skaftáreldum og Eldgjárgosinu hafi slíkir kvikugangar opnast eins og rennilás og valdið miklum usla á Íslandi. Haraldur sýndi okkur í gær berggang við Stykkishólmshöfn sem dæmi um það fyrirbæri sem gæti verið að myndast norðaustur af Bárðarbungu. Veðurstofan áætlar að kvikugangurinn þar sé nú orðinn 37 kílómetra langur og nái norður fyrir Vatnajökul. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Haraldur ekki mikið vitað um hvað það er sem hleypir svona göngum upp á yfirborðið.Jarðskjálftakort Veðurstofunnar er talið sýna vel hvernig kvikugangurinn skríður frá Bárðarbungu.Kort/Veðurstofa Íslands.„Við vitum að það gerðist í þessum stórgosum, eins og Skaftáreldum, Lakagosinu. Þá kom gangur upp á yfirborðið. Það var bara eins og það hefði verið rennilás, - bara opnast 25 kílómetra svæði, - á láglendinu,” segir Haraldur. Kvikugangurinn í Lagagígum er talinn hafa farið 70 kílómetra leið úr Grímsvötnum. „Það gaus ekki á hálendinu, undir jöklinum, heldur gaus á láglendinu, - þar sem gangurinn gekk undir láglendið. Svipað gerðist í Eldgjá um 934. Þá var eins og rennilásinn opnaðist.” Sá kvikugangur er rakinn til Kötlu, segir Haraldur. Eldgjár- og Skaftáreldagosin eru talin með stærstu hraungosum á jörðinni á sögulegum tíma. En telur Haraldur hættu á að slíkur atburður sé að hefjast? „Ég held ekki. Af því að þessi gangur er að fara yfir tiltölulega hálent svæði.” Á Eldfjallasafninu í Stykkishólmi er Haraldur með til sýnis elsta kort sem til er af Lakagígum, sem orsökuðu Móðuharðindin árið 1783. Hann segir að stórgos eins og Skaftáreldar og Eldgjárgosið komi upp með 15-18 rúmkílómetra af kviku. Surtsey hafi verið um einn rúmkílómetri. „Þetta eru hamfaragos sem hafa valdið mjög miklum usla á Íslandi. Þau eiga eftir að gerast aftur. Þau gerast á um það bil 500 ára fresti, - svona stórgos. Þau eiga eftir að koma aftur. Ég er ekki viss um að við höfum einu sinni velt því fyrir okkur hver áhrifin eru af svona gosum. Við höfum ekki hugmynd um það.”
Tengdar fréttir Kvikan gæti náð inn í Öskju og tendrað öflugt sprengigos Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir hættu á að kvikan frá Bárðarbungu nái inn í eldstöðvakerfi Öskju. 25. ágúst 2014 19:45 Segir Kröflumynstrið komið í Bárðarbungu Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, segir Kröflumynstrið komið í Bárðarbungu. 25. ágúst 2014 07:15 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Kvikan gæti náð inn í Öskju og tendrað öflugt sprengigos Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir hættu á að kvikan frá Bárðarbungu nái inn í eldstöðvakerfi Öskju. 25. ágúst 2014 19:45
Segir Kröflumynstrið komið í Bárðarbungu Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, segir Kröflumynstrið komið í Bárðarbungu. 25. ágúst 2014 07:15