34 Færeyingar fá ekki aðstoð í Reykjavíkurhöfn: „Skammist ykkar Íslendingar!“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2014 13:19 Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóarhafna og skipið sem um ræðir. Egil Peterson, skipverji á færeyska makrílveiðiskipinu Nærabergi sem ekki fær þjónustu við Reykjavíkurhöfn eftir að hafa orðið fyrir skaða á sjó, vandar Íslendingum ekki kveðjurnar í pistli á færeysku vefsíðunni Aktuelt.fo. Líkt og færeyska vefsíðan Nordlysid.fo greindi frá í gær lenti Næraberg í vélarbilun á leið sinni úr grænlenskri lögsögu þar sem skipið hafði verið við makrílveiðar. Var óskað eftir því að fá að sigla skipinu til Reykjavíkur. Leyfið fékkst en um leið var skipverjum tilkynnt að þeir fengju ekki sjálfir að fara í land auk þess sem þeir gætu ekki fengið mat, drykkjarvatn eða olíu. Í fyrstu fengu þeir ekki einu sinni leyfi til að gera við vélina en það mun hafa fengist nú að sögn Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóarhafna. „Þetta eru þakkirnar fyrir milljónirnar sem við veittum þeim í neyðarhjálp,“ segir Egil Petersen og vísar til fjárhagsaðstoðar sem Færeyingar veittu Íslendingum í kjölfar hruns bankanna haustið 2008. Segist Egil aldrei munu gleyma þessari framkomu Íslendinga. „Skammist ykkar Íslendingar!“Skipið greinilega í vandræðum Gísli segir málið afar sérstakt og meðhöndlun þess ekki til fyrirmyndar að eigin mati. Þó standi vissulega í þriðju grein laga frá 1998 um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands að erlendum skipum, sem stundi veiðar úr sameiginlegum nytjastofnum sem veiðist bæði innan og utan íslenskrar landhelgi og hafa ekki milliríkjasamning um nýtingu, sé óheimilt að koma til íslenskra hafna. Í greininni stendur jafnframt að komist skip til íslenskrar hafnar sé óheimilt að veita þeim þjónustu. Skuli raunar vísa þeim án tafar úr höfn þegar þau hafi verið skoðuð af eftirlitsaðilum. „Við höfum ekki verið þekktir fyrir að takmarka komu skipa í nauð til landsins,“ segir Gísli í samtali við Vísi. Sérstaklega í ljósi þess að um augljós vélarvandræði sé að ræða. „Þetta skip var að keyra á litlum hluta vélaraflsins, greinilega í vandræðum með vélina og 34 skipverjar um borð,“ segir Gísli.Hefur sent ráðherrum bréf Hann minnir á að í gildi sé svokallaður Hoyvíkur samningur sem kveði á um að staða Íslendinga og Færeyinga skuli vera jöfn í löndunum. „Þannig skulu Íslendingar og íslensk fyrirtæki njóta sömu réttinda í Færeyjum og Færeyingar – og gagnkvæmt. Má því færa rök fyrir því að samningur þessi sé einn víðtækasti viðskiptasamningur sem Ísland hefur gert,“ segir í samningnum. Gísli hefur sent innanríkis, utanríkis- og sjávarútvegsráðherra skeyti og óskað nánari skýringa á því hvort aðrar reglur en íslenskar gildi um færeysk skip. Á meðan sitja skipverjarnir 34 um borð í Nærabergi og fá ekki að fara í land. Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Egil Peterson, skipverji á færeyska makrílveiðiskipinu Nærabergi sem ekki fær þjónustu við Reykjavíkurhöfn eftir að hafa orðið fyrir skaða á sjó, vandar Íslendingum ekki kveðjurnar í pistli á færeysku vefsíðunni Aktuelt.fo. Líkt og færeyska vefsíðan Nordlysid.fo greindi frá í gær lenti Næraberg í vélarbilun á leið sinni úr grænlenskri lögsögu þar sem skipið hafði verið við makrílveiðar. Var óskað eftir því að fá að sigla skipinu til Reykjavíkur. Leyfið fékkst en um leið var skipverjum tilkynnt að þeir fengju ekki sjálfir að fara í land auk þess sem þeir gætu ekki fengið mat, drykkjarvatn eða olíu. Í fyrstu fengu þeir ekki einu sinni leyfi til að gera við vélina en það mun hafa fengist nú að sögn Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóarhafna. „Þetta eru þakkirnar fyrir milljónirnar sem við veittum þeim í neyðarhjálp,“ segir Egil Petersen og vísar til fjárhagsaðstoðar sem Færeyingar veittu Íslendingum í kjölfar hruns bankanna haustið 2008. Segist Egil aldrei munu gleyma þessari framkomu Íslendinga. „Skammist ykkar Íslendingar!“Skipið greinilega í vandræðum Gísli segir málið afar sérstakt og meðhöndlun þess ekki til fyrirmyndar að eigin mati. Þó standi vissulega í þriðju grein laga frá 1998 um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands að erlendum skipum, sem stundi veiðar úr sameiginlegum nytjastofnum sem veiðist bæði innan og utan íslenskrar landhelgi og hafa ekki milliríkjasamning um nýtingu, sé óheimilt að koma til íslenskra hafna. Í greininni stendur jafnframt að komist skip til íslenskrar hafnar sé óheimilt að veita þeim þjónustu. Skuli raunar vísa þeim án tafar úr höfn þegar þau hafi verið skoðuð af eftirlitsaðilum. „Við höfum ekki verið þekktir fyrir að takmarka komu skipa í nauð til landsins,“ segir Gísli í samtali við Vísi. Sérstaklega í ljósi þess að um augljós vélarvandræði sé að ræða. „Þetta skip var að keyra á litlum hluta vélaraflsins, greinilega í vandræðum með vélina og 34 skipverjar um borð,“ segir Gísli.Hefur sent ráðherrum bréf Hann minnir á að í gildi sé svokallaður Hoyvíkur samningur sem kveði á um að staða Íslendinga og Færeyinga skuli vera jöfn í löndunum. „Þannig skulu Íslendingar og íslensk fyrirtæki njóta sömu réttinda í Færeyjum og Færeyingar – og gagnkvæmt. Má því færa rök fyrir því að samningur þessi sé einn víðtækasti viðskiptasamningur sem Ísland hefur gert,“ segir í samningnum. Gísli hefur sent innanríkis, utanríkis- og sjávarútvegsráðherra skeyti og óskað nánari skýringa á því hvort aðrar reglur en íslenskar gildi um færeysk skip. Á meðan sitja skipverjarnir 34 um borð í Nærabergi og fá ekki að fara í land.
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira