34 Færeyingar fá ekki aðstoð í Reykjavíkurhöfn: „Skammist ykkar Íslendingar!“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2014 13:19 Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóarhafna og skipið sem um ræðir. Egil Peterson, skipverji á færeyska makrílveiðiskipinu Nærabergi sem ekki fær þjónustu við Reykjavíkurhöfn eftir að hafa orðið fyrir skaða á sjó, vandar Íslendingum ekki kveðjurnar í pistli á færeysku vefsíðunni Aktuelt.fo. Líkt og færeyska vefsíðan Nordlysid.fo greindi frá í gær lenti Næraberg í vélarbilun á leið sinni úr grænlenskri lögsögu þar sem skipið hafði verið við makrílveiðar. Var óskað eftir því að fá að sigla skipinu til Reykjavíkur. Leyfið fékkst en um leið var skipverjum tilkynnt að þeir fengju ekki sjálfir að fara í land auk þess sem þeir gætu ekki fengið mat, drykkjarvatn eða olíu. Í fyrstu fengu þeir ekki einu sinni leyfi til að gera við vélina en það mun hafa fengist nú að sögn Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóarhafna. „Þetta eru þakkirnar fyrir milljónirnar sem við veittum þeim í neyðarhjálp,“ segir Egil Petersen og vísar til fjárhagsaðstoðar sem Færeyingar veittu Íslendingum í kjölfar hruns bankanna haustið 2008. Segist Egil aldrei munu gleyma þessari framkomu Íslendinga. „Skammist ykkar Íslendingar!“Skipið greinilega í vandræðum Gísli segir málið afar sérstakt og meðhöndlun þess ekki til fyrirmyndar að eigin mati. Þó standi vissulega í þriðju grein laga frá 1998 um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands að erlendum skipum, sem stundi veiðar úr sameiginlegum nytjastofnum sem veiðist bæði innan og utan íslenskrar landhelgi og hafa ekki milliríkjasamning um nýtingu, sé óheimilt að koma til íslenskra hafna. Í greininni stendur jafnframt að komist skip til íslenskrar hafnar sé óheimilt að veita þeim þjónustu. Skuli raunar vísa þeim án tafar úr höfn þegar þau hafi verið skoðuð af eftirlitsaðilum. „Við höfum ekki verið þekktir fyrir að takmarka komu skipa í nauð til landsins,“ segir Gísli í samtali við Vísi. Sérstaklega í ljósi þess að um augljós vélarvandræði sé að ræða. „Þetta skip var að keyra á litlum hluta vélaraflsins, greinilega í vandræðum með vélina og 34 skipverjar um borð,“ segir Gísli.Hefur sent ráðherrum bréf Hann minnir á að í gildi sé svokallaður Hoyvíkur samningur sem kveði á um að staða Íslendinga og Færeyinga skuli vera jöfn í löndunum. „Þannig skulu Íslendingar og íslensk fyrirtæki njóta sömu réttinda í Færeyjum og Færeyingar – og gagnkvæmt. Má því færa rök fyrir því að samningur þessi sé einn víðtækasti viðskiptasamningur sem Ísland hefur gert,“ segir í samningnum. Gísli hefur sent innanríkis, utanríkis- og sjávarútvegsráðherra skeyti og óskað nánari skýringa á því hvort aðrar reglur en íslenskar gildi um færeysk skip. Á meðan sitja skipverjarnir 34 um borð í Nærabergi og fá ekki að fara í land. Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
Egil Peterson, skipverji á færeyska makrílveiðiskipinu Nærabergi sem ekki fær þjónustu við Reykjavíkurhöfn eftir að hafa orðið fyrir skaða á sjó, vandar Íslendingum ekki kveðjurnar í pistli á færeysku vefsíðunni Aktuelt.fo. Líkt og færeyska vefsíðan Nordlysid.fo greindi frá í gær lenti Næraberg í vélarbilun á leið sinni úr grænlenskri lögsögu þar sem skipið hafði verið við makrílveiðar. Var óskað eftir því að fá að sigla skipinu til Reykjavíkur. Leyfið fékkst en um leið var skipverjum tilkynnt að þeir fengju ekki sjálfir að fara í land auk þess sem þeir gætu ekki fengið mat, drykkjarvatn eða olíu. Í fyrstu fengu þeir ekki einu sinni leyfi til að gera við vélina en það mun hafa fengist nú að sögn Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóarhafna. „Þetta eru þakkirnar fyrir milljónirnar sem við veittum þeim í neyðarhjálp,“ segir Egil Petersen og vísar til fjárhagsaðstoðar sem Færeyingar veittu Íslendingum í kjölfar hruns bankanna haustið 2008. Segist Egil aldrei munu gleyma þessari framkomu Íslendinga. „Skammist ykkar Íslendingar!“Skipið greinilega í vandræðum Gísli segir málið afar sérstakt og meðhöndlun þess ekki til fyrirmyndar að eigin mati. Þó standi vissulega í þriðju grein laga frá 1998 um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands að erlendum skipum, sem stundi veiðar úr sameiginlegum nytjastofnum sem veiðist bæði innan og utan íslenskrar landhelgi og hafa ekki milliríkjasamning um nýtingu, sé óheimilt að koma til íslenskra hafna. Í greininni stendur jafnframt að komist skip til íslenskrar hafnar sé óheimilt að veita þeim þjónustu. Skuli raunar vísa þeim án tafar úr höfn þegar þau hafi verið skoðuð af eftirlitsaðilum. „Við höfum ekki verið þekktir fyrir að takmarka komu skipa í nauð til landsins,“ segir Gísli í samtali við Vísi. Sérstaklega í ljósi þess að um augljós vélarvandræði sé að ræða. „Þetta skip var að keyra á litlum hluta vélaraflsins, greinilega í vandræðum með vélina og 34 skipverjar um borð,“ segir Gísli.Hefur sent ráðherrum bréf Hann minnir á að í gildi sé svokallaður Hoyvíkur samningur sem kveði á um að staða Íslendinga og Færeyinga skuli vera jöfn í löndunum. „Þannig skulu Íslendingar og íslensk fyrirtæki njóta sömu réttinda í Færeyjum og Færeyingar – og gagnkvæmt. Má því færa rök fyrir því að samningur þessi sé einn víðtækasti viðskiptasamningur sem Ísland hefur gert,“ segir í samningnum. Gísli hefur sent innanríkis, utanríkis- og sjávarútvegsráðherra skeyti og óskað nánari skýringa á því hvort aðrar reglur en íslenskar gildi um færeysk skip. Á meðan sitja skipverjarnir 34 um borð í Nærabergi og fá ekki að fara í land.
Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira