Innlent

Tíu vilja verða prestar í Hrunakirkju

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Hrunakirkja í Hrunamannahreppi.
Hrunakirkja í Hrunamannahreppi. Mynd/Kirkjan.is
Tíu umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Hrunaprestakalli í Suðurprófastsdæmi. Embættið veitist frá 1. september 2014. Eftirfarandi umsóknir bárust en umsóknarfrestur rann út 5. ágúst. Sjö konur sækja um embættið og þrír karlar.

Séra Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

Mag. theol. Dís Gylfadóttir

Cand. theol. Elín Salóme Guðmundsdóttir

Mag. theol. Elvar Ingimundarson

Mag. theol. Fritz Már Berndsen Jörgensson

Séra Guðrún Eggertsdóttir

Cand. theol. María Gunnarsdóttir

Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson

Mag. theol. Viðar Stefánsson

Séra Ursula Árnadóttir

 

Biskup Íslands skipar í embættið að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipa níu manns úr prestakallinu auk prófasts í Suðurprófastsdæmi. Nýr prestur tekur við embættinu af Séra Eiríki Jóhannssyni sem hefur verið skipaður prestur í Háteigskirkju frá 1. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×