Lögreglumaðurinn sem handtekinn var í maí vegna gruns um að hafa misnotað aðstöðu sína til að afla gagna úr lögreglukerfi ríkislögreglustjóra, hefur verið ákærður af Ríkissaksóknara.
RÚV greindi fyrst frá þessu. Maðurinn var handtekinn ásamt tveimur öðrum, lögfræðingi og starfsmanni símafyrirtækisins NOVA. Þeir tveir eru ekki lengur til rannsóknar.
Ákæran gegn lögreglumanninum verður þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur þann 19. ágúst næstkomandi.
