Innlent

Ólíklegt að Jasídarnir verði sóttir

Mynd/AFP
Nú er talið ólíklegt að Bandaríkjamenn setji upp loftbrú til þess að flytja fólk af ættbálki Jasída af Sinjar fjalli í Írak. Þar hefur fólkið hafist við síðustu vikur eftir að það flúði unan hersveitum hins Íslamska ríkis sem ræður nú yfir stórum landsvæðum í Írak.

Talið var að tugþúsundir manna væru á fjallinu í bráðri hættu en hópur sérsveitarmanna sem sendur var á staðinn í gær hefur nú metið aðstæður og svo virðist sem fólkið sé mun færra en áður var talið og ástand þeirra betra.

Fréttastofa BBC hefur eftir talsmanni hersins að þúsundum þeirra hafi tekist að flýja fjallið síðustu daga og að því sé ólíklegt að ráðist verði í það verkefni að sækja þá sem eftir eru á fjallinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×