Innlent

Rasmussen hljóp á Seltjarnarnesi

Atli Ísleifsson skrifar
Hinn 61 ára Rasmussen virðist vera í ágætis hlaupaformi.
Hinn 61 ára Rasmussen virðist vera í ágætis hlaupaformi. Mynd/Anders Fogh Rasmussen
Anders Fogh Rasmussen, aðalframkvæmdastjóri NATO, birti mynd af sjálfum sér úti að hlaupa á Norðurströnd á Seltjarnarnesi á Facebook-síðu sinni fyrr í morgun. Fylgdi textinn „Morgunhlaup áður en haldið er til Noregs“ með myndinni.

Rasmussen kom til Íslands í gær og átti fundi með forsætisráðherra í Tjarnarbústaðnum, utanríkisráðherra í utanríkisráðuneytinu, forseta Alþingis, auk þess að hann heimsótti Landhelgisgæsluna.


Tengdar fréttir

Anders Fogh í Tjarnargötu: Íhlutun Rússa vakning fyrir NATÓ

Íhlutun Rússa í Úkraínu var vakning og þörf áminning um mikilvægi Atlantshafsbandalagsins, NATÓ, segir Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri bandalagsins. Hann segir að landfræðileg lega Íslands og vera þess í bandalaginu sé enn mikilvægari en áður vegna breytts hlutverks þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×