Innlent

Bílaröð við Hveragerði

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vísir/Nanna
Mikil umferð er nú í átt að Hveragerði en bæjarhátíðin Blómstrandi dagar fer þar fram um helgina.

Að sögn lögreglunnar á Selfossi hafa þó engin óhöpp komið upp í umferðinni og ökumenn hafi almennt verið löghlýðnir í rjómablíðunni á Suðurlandi.

Þá fer Ísdagurinn svokallaði einnig fram í bænum um helgina en Vísir hefur greint frá því að þar er boðið upp á ís úr brjóstamjólk, hinn svokallaða Búbís.

Lögreglan segir ekki loku fyrir það skotið að hann kunni að skýra hluta af þessarar miklu umferðar.

Vísir/Nanna
Vísir/Nanna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×