Bjóða upp á ís úr brjóstamjólk mæðra frá Hveragerði Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. ágúst 2014 12:52 Búbís verður á boðstólnum þann 16. ágúst. Vísir/Getty Eftir um tvær vikur mun Kjörís bjóða upp á ís gerðan úr brjóstamjólk. Ísinn, sem er kallaður Búbís, verður á boðstólnum á Ísdeginum í Hveragerði sem fer fram þann 16. ágúst. „Já, þetta er ís unnin úr brjóstamjólk. Þetta er bara venjulegur ís, nema í staðinn fyrir að mjólkin komi úr kú kemur hún úr kvenmanni," segir Guðrún Hafsteinsdóttir, forstjóri Kjöríss. Nokkrar mæður úr Hveragerði gáfu mjólk í ísinn. „Eins og fólk væntanlega veit er Kjörís í Hveragerði. Við erum í nánu sambandi - kannski fullnánu - við íbúa bæjarins," segir Guðrún hlæjandi og heldur áfram: „Þegar það spurðist út að við ætluðum að bjóða upp á ís gerðan úr brjóstamjólk buðust nokkrar frábærar, hraustar og fallegar konur sem voru að fæða upprennandi Hvergerðinga til þess að gefa mjólk í verkefnið."Fékk hugmyndina eftir símahrekk Guðrún segir að hugmyndin hafi komið upp í fyrra eftir símahrekk frá útvarpsmönnum FM957. Í útvarpsþættinum Systkinin var hringt í Guðrúnu. Hrekkinn má heyra hér að ofan. „Þá hringdi kona í mig sem sagðist vilja gefa brjóstamjólk til þess að gera ís. Ég tók alveg rosalega vel í það þá og fannst hugmyndin alveg frábær. Þegar það kom í ljós að þetta var símahrekkur sagði ég útvarpsfólkinu að það hefði ekki átt að æsa mig svona upp," segir Guðrún sem fór strax af stað í að vinna í þessari hugmynd. „Já, ég segi alltaf að ég eigi iðulega síðasta orðið í öllu. Þannig var það líka í þessum símahrekk."Fullt af öðrum tegundum Hátíðin Ísdagurinn fer fram í Hveragerði þann 16. ágúst og hefst dagskráin klukkan eitt og stendur til fjögur. Boðið verður upp á ís með mjög óvenjulegum bragðtegundum. „Við verðum með ís úr Royal karmellubúðing, úr Skittles, harðfiskís, kotasæluís og svo ís tileinkaðan löndum og heimsálfum," segir Guðrún og heldur upptalningunni áfram: „Við verðum með ís tileinkaðan Elvis Presley sem á að standa fyrir Norður-Ameríku. Við bjóðum upp á ís tileinkaðan Rússlandi, Brasilíu og Íran. Kanaríís og svona mætti lengi telja."Brjóstamjólkin gerilsneydd Guðrún bendir á að brjóstamjólkin, sem notuð er í Búbísinn er gerilsneydd. „Ég vil líka taka fram að það er öllum valfrjálst að smakka ísinn. Það er enginn tilneyddur til að smakka. Hann er vitaskuld gerilsneyddur og unninn eftir kúnstarinnar reglum," segir hún. Guðrún hlakkar til að sjá sem flesta á þessari vinsælu hátíð. „Við bjóðum alla velkomna til okkar." Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs einstaklings Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Sjá meira
Eftir um tvær vikur mun Kjörís bjóða upp á ís gerðan úr brjóstamjólk. Ísinn, sem er kallaður Búbís, verður á boðstólnum á Ísdeginum í Hveragerði sem fer fram þann 16. ágúst. „Já, þetta er ís unnin úr brjóstamjólk. Þetta er bara venjulegur ís, nema í staðinn fyrir að mjólkin komi úr kú kemur hún úr kvenmanni," segir Guðrún Hafsteinsdóttir, forstjóri Kjöríss. Nokkrar mæður úr Hveragerði gáfu mjólk í ísinn. „Eins og fólk væntanlega veit er Kjörís í Hveragerði. Við erum í nánu sambandi - kannski fullnánu - við íbúa bæjarins," segir Guðrún hlæjandi og heldur áfram: „Þegar það spurðist út að við ætluðum að bjóða upp á ís gerðan úr brjóstamjólk buðust nokkrar frábærar, hraustar og fallegar konur sem voru að fæða upprennandi Hvergerðinga til þess að gefa mjólk í verkefnið."Fékk hugmyndina eftir símahrekk Guðrún segir að hugmyndin hafi komið upp í fyrra eftir símahrekk frá útvarpsmönnum FM957. Í útvarpsþættinum Systkinin var hringt í Guðrúnu. Hrekkinn má heyra hér að ofan. „Þá hringdi kona í mig sem sagðist vilja gefa brjóstamjólk til þess að gera ís. Ég tók alveg rosalega vel í það þá og fannst hugmyndin alveg frábær. Þegar það kom í ljós að þetta var símahrekkur sagði ég útvarpsfólkinu að það hefði ekki átt að æsa mig svona upp," segir Guðrún sem fór strax af stað í að vinna í þessari hugmynd. „Já, ég segi alltaf að ég eigi iðulega síðasta orðið í öllu. Þannig var það líka í þessum símahrekk."Fullt af öðrum tegundum Hátíðin Ísdagurinn fer fram í Hveragerði þann 16. ágúst og hefst dagskráin klukkan eitt og stendur til fjögur. Boðið verður upp á ís með mjög óvenjulegum bragðtegundum. „Við verðum með ís úr Royal karmellubúðing, úr Skittles, harðfiskís, kotasæluís og svo ís tileinkaðan löndum og heimsálfum," segir Guðrún og heldur upptalningunni áfram: „Við verðum með ís tileinkaðan Elvis Presley sem á að standa fyrir Norður-Ameríku. Við bjóðum upp á ís tileinkaðan Rússlandi, Brasilíu og Íran. Kanaríís og svona mætti lengi telja."Brjóstamjólkin gerilsneydd Guðrún bendir á að brjóstamjólkin, sem notuð er í Búbísinn er gerilsneydd. „Ég vil líka taka fram að það er öllum valfrjálst að smakka ísinn. Það er enginn tilneyddur til að smakka. Hann er vitaskuld gerilsneyddur og unninn eftir kúnstarinnar reglum," segir hún. Guðrún hlakkar til að sjá sem flesta á þessari vinsælu hátíð. „Við bjóðum alla velkomna til okkar."
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs einstaklings Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Sjá meira