Hættur þingmennsku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. ágúst 2014 14:43 Árni Þór Sigurðsson. Vísir/Daníel Árni Þór Sigurðsson, varaformaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, hefur sagt af sér þingmennsku. Hann tekur sem kunnugt er við starfi sendiherra á næstunni. Ekki hefur verið greint frá því hvar áætlað sé að Árni Þór muni starfa. „Ég hef starfað við og aflað mér menntunar á sviði alþjóðamála og hugur minn hefur í vaxandi mæli beinst að þeim málaflokki. Það er persónuleg ákvörðun mín að söðla um og nýta menntun, reynslu og þekkingu mína á þessu sviði,“ segir í yfirlýsingu Árna Þórs til fjölmiðla. „Snemma á þessu ári kom til álita að ég færi til starfa hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE. Í hæfnisferli sem slíkar alþjóðastofnanir gera, var ég metinn mjög vel hæfur til að gegna ábyrgðarstarfi og það hvatti mig áfram og færði mér einnig heim sanninn um að ég gæti gert gagn á sviði utanríkis- og alþjóðamála. Það er aðdragandi þess að ég fer nú til starfa í utanríkisráðuneytinu.“ Steinunn Þóra Árnadóttir, fyrsti varaþingmaður í Reykjavík norður, mun að óbreyttu taka sæti Árna Þórs. Hún er með meistaragráðu í fötlunarfræði.Yfirlýsingin í heild sinniGóðir félagar.Ég hef í dag sagt af mér þingmennsku þar sem ég mun taka við starfi í utanríkisþjónustunni um næstu áramót. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka samverkafólki mínu og vinum í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði fyrir langa, stranga en fyrst og fremst gefandi samfylgd. Um leið tel ég rétt að gera ykkur nánari grein fyrir aðdraganda málsins og hvernig það snýr að mér.Undanfarin ár hefur starfsvettvangur minn á vettvangi Alþingis einkum verið utanríkis- og alþjóðamál. Allt síðasta kjörtímabil var ég formaður utanríkismálanefndar ásamt því að vera formaður þingmannanefndar EFTA. Um tíma átti ég líka sæti í Norðurlandaráði. Á vettvangi utanríkismála hef ég leitt starfið á Alþingi í málum sem okkur eru mikilvæg, eins og stefnumótun í málefnum Norðurslóða, langtímaáætlun í þróunarsamvinnu og viðurkenning á sjálfstæði Palestínu. Sú reynsla sem ég hef áunnið mér á þessum vettvangi hefur einnig kveikt áhuga minn á að starfa alfarið í þágu þessara mála.Snemma á þessu ári kom til álita að ég færi til starfa hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE. Í hæfnisferli sem slíkar alþjóðastofnanir gera, var ég metinn mjög vel hæfur til að gegna ábyrgðarstarfi og það hvatti mig áfram og færði mér einnig heim sanninn um að ég gæti gert gagn á sviði utanríkis- og alþjóðamála. Það er aðdragandi þess að ég fer nú til starfa í utanríkisráðuneytinu.Ég hef starfað við og aflað mér menntunar á sviði alþjóðamála og hugur minn hefur í vaxandi mæli beinst að þeim málaflokki. Það er persónuleg ákvörðun mín að söðla um og nýta menntun, reynslu og þekkingu mína á þessu sviði.Ég vona að þessi skrif skýri fyrir ykkur hvernig málið liggur gagnvart mér. Þessi staða var ekki fyrir hendi þegar ég gaf kost á mér í forvali flokksins fyrir síðustu alþingiskosningar og fékk góðan stuðning félaganna. En allt hefur sinn tíma, og ég er þeirrar skoðunar að þetta sé góður tími til að skipta um starfsvettvang, sannfærður um að ég á fullt erindi í þau störf sem bíða mín, og að þingsæti VG í Reykjavíkurkjördæmi norður, sem ég hef skipað, verður vel fyllt af Steinunni Þóru Árnadóttur, sem ég óska alls velfarnaðar í nýju starfi.Um leið og ég kveð ykkur að sinni, er aldrei að vita nema leiðir okkar eigi eftir að liggja saman síðar.Með kveðju,Árni Þór Sigurðsson Tengdar fréttir Árni Páll segir að Samfylkingin muni ekki tilnefna sendiherra Formaður Samfylkingarinnar hafnar frétt Morgunblaðsins. 1. ágúst 2014 09:39 Geir H. Haarde skipaður sendiherra Þá var Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar, einnig skipaður. 30. júlí 2014 20:00 Líklegast að Geir fari til Washington og Árni til Moskvu Líklegast þykir að Geir H. Haarde verði sendiherra Íslands í Washington og að Árni Þór Sigurðsson verði sendiherra Íslands í Moskvu. 31. júlí 2014 11:08 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Árni Þór Sigurðsson, varaformaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, hefur sagt af sér þingmennsku. Hann tekur sem kunnugt er við starfi sendiherra á næstunni. Ekki hefur verið greint frá því hvar áætlað sé að Árni Þór muni starfa. „Ég hef starfað við og aflað mér menntunar á sviði alþjóðamála og hugur minn hefur í vaxandi mæli beinst að þeim málaflokki. Það er persónuleg ákvörðun mín að söðla um og nýta menntun, reynslu og þekkingu mína á þessu sviði,“ segir í yfirlýsingu Árna Þórs til fjölmiðla. „Snemma á þessu ári kom til álita að ég færi til starfa hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE. Í hæfnisferli sem slíkar alþjóðastofnanir gera, var ég metinn mjög vel hæfur til að gegna ábyrgðarstarfi og það hvatti mig áfram og færði mér einnig heim sanninn um að ég gæti gert gagn á sviði utanríkis- og alþjóðamála. Það er aðdragandi þess að ég fer nú til starfa í utanríkisráðuneytinu.“ Steinunn Þóra Árnadóttir, fyrsti varaþingmaður í Reykjavík norður, mun að óbreyttu taka sæti Árna Þórs. Hún er með meistaragráðu í fötlunarfræði.Yfirlýsingin í heild sinniGóðir félagar.Ég hef í dag sagt af mér þingmennsku þar sem ég mun taka við starfi í utanríkisþjónustunni um næstu áramót. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka samverkafólki mínu og vinum í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði fyrir langa, stranga en fyrst og fremst gefandi samfylgd. Um leið tel ég rétt að gera ykkur nánari grein fyrir aðdraganda málsins og hvernig það snýr að mér.Undanfarin ár hefur starfsvettvangur minn á vettvangi Alþingis einkum verið utanríkis- og alþjóðamál. Allt síðasta kjörtímabil var ég formaður utanríkismálanefndar ásamt því að vera formaður þingmannanefndar EFTA. Um tíma átti ég líka sæti í Norðurlandaráði. Á vettvangi utanríkismála hef ég leitt starfið á Alþingi í málum sem okkur eru mikilvæg, eins og stefnumótun í málefnum Norðurslóða, langtímaáætlun í þróunarsamvinnu og viðurkenning á sjálfstæði Palestínu. Sú reynsla sem ég hef áunnið mér á þessum vettvangi hefur einnig kveikt áhuga minn á að starfa alfarið í þágu þessara mála.Snemma á þessu ári kom til álita að ég færi til starfa hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE. Í hæfnisferli sem slíkar alþjóðastofnanir gera, var ég metinn mjög vel hæfur til að gegna ábyrgðarstarfi og það hvatti mig áfram og færði mér einnig heim sanninn um að ég gæti gert gagn á sviði utanríkis- og alþjóðamála. Það er aðdragandi þess að ég fer nú til starfa í utanríkisráðuneytinu.Ég hef starfað við og aflað mér menntunar á sviði alþjóðamála og hugur minn hefur í vaxandi mæli beinst að þeim málaflokki. Það er persónuleg ákvörðun mín að söðla um og nýta menntun, reynslu og þekkingu mína á þessu sviði.Ég vona að þessi skrif skýri fyrir ykkur hvernig málið liggur gagnvart mér. Þessi staða var ekki fyrir hendi þegar ég gaf kost á mér í forvali flokksins fyrir síðustu alþingiskosningar og fékk góðan stuðning félaganna. En allt hefur sinn tíma, og ég er þeirrar skoðunar að þetta sé góður tími til að skipta um starfsvettvang, sannfærður um að ég á fullt erindi í þau störf sem bíða mín, og að þingsæti VG í Reykjavíkurkjördæmi norður, sem ég hef skipað, verður vel fyllt af Steinunni Þóru Árnadóttur, sem ég óska alls velfarnaðar í nýju starfi.Um leið og ég kveð ykkur að sinni, er aldrei að vita nema leiðir okkar eigi eftir að liggja saman síðar.Með kveðju,Árni Þór Sigurðsson
Tengdar fréttir Árni Páll segir að Samfylkingin muni ekki tilnefna sendiherra Formaður Samfylkingarinnar hafnar frétt Morgunblaðsins. 1. ágúst 2014 09:39 Geir H. Haarde skipaður sendiherra Þá var Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar, einnig skipaður. 30. júlí 2014 20:00 Líklegast að Geir fari til Washington og Árni til Moskvu Líklegast þykir að Geir H. Haarde verði sendiherra Íslands í Washington og að Árni Þór Sigurðsson verði sendiherra Íslands í Moskvu. 31. júlí 2014 11:08 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Árni Páll segir að Samfylkingin muni ekki tilnefna sendiherra Formaður Samfylkingarinnar hafnar frétt Morgunblaðsins. 1. ágúst 2014 09:39
Geir H. Haarde skipaður sendiherra Þá var Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar, einnig skipaður. 30. júlí 2014 20:00
Líklegast að Geir fari til Washington og Árni til Moskvu Líklegast þykir að Geir H. Haarde verði sendiherra Íslands í Washington og að Árni Þór Sigurðsson verði sendiherra Íslands í Moskvu. 31. júlí 2014 11:08