Látinn sleikja frunsu og drekka smjörsýru Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. ágúst 2014 17:19 Frá Vogum á Vatnsleysuströnd. VÍSIR/GVA Mennirnir fimm, sem hæstiréttur úrskurðaði í gæsluvarðhald vegna grófrar líkamsárásar og frelsissviptingu á átján ára pilti í heimahúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd þann 6. ágúst síðastliðinn, eru sagðir hafa haldið fórnarlambi sínu í sex til átta klukkustundir á meðan þeir gengu harkalega í skrokk á honum. Brot þeirra eru talin varða fangelsisrefsingu allt að 16 ára fangelsi. Í greinargerð lögreglustjóra segir að pilturinn hafi komið á lögreglustöðina í Grafarholti og tilkynnt lögreglu að hann hafi orðið fyrir líkamsárás og verið í svo mikilli geðshræringu að hann hafi verið óskýrsluhæfur að mati lögreglu. Kvaðst hann hafa verið tekinn og farið með hann út á land þar sem hann hafi verið pyntaður og honum hótað. Þá hafi lögreglan flutt piltinn á slysadeild þar sem læknir hafi tekið á móti honum. Að sögn vakthafandi læknis hafði pilturinn þar sömu sögu að segja, hann kvað þá hafa kýlt hann, sparkað í hann, notað rafbyssu, bitið hann, hann neyddur til að drekka smjörsýru og látinn sleikja frunsu á öðrum manni. Pilturinn hafi verið með litla rauða bletti á líkamanum sem að sögn læknis geti komið saman við frásögn hans um að beitt hafi verið rafbyssu. Þá hafi hann verið með marblett við vinstra auga, roða yfir andliti, rauða dökka rák á hálsi og marga blóðbletti. Þá hafi hann einnig verið með margar rauðar rákir víða um bakið eftir högg eða núning. Mennirnir sem námu hann á brott hafi hótað að nauðga honum, hafi tekið úlpuna hans og úr. Hann kvað þá hafa sparkað í hausinn á sér, skorið sig í magann og á bakið. Þá hafi hann verið sprautaður með efni í lærið.Maðurinn lagði fram kæru og lögreglan hafi þá gert leit í húsinu sem fórnarlambið sagði að atburðir hefðu átt sér stað. Fjögur þeirra grunuðu voru þar innanhúss og voru þau öll handtekin. Við húsleit hafi eitthvað fundist af fíkniefnum, ætluð smjörsýra, haglabyssa, rafbyssa, meint þýfi, sprautunálar, blóðdropar á gólfi og úlpa eins og þolandinn hafði lýst. Rannsókn málsins er á frumstigi en hafa þau grunuðu verið dæmd í gæsluvarðhald og einangrun til 27. þessa mánaðar. Tengdar fréttir Fjórir í haldi vegna frelsissviptingar og grófs ofbeldis 18 ára maður var sviptur frelsinu á höfuðborgarsvæðinu og fluttur í heimahús í Vogunum þar sem hann var beittur grófu ofbeldi. 15. ágúst 2014 09:25 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Mennirnir fimm, sem hæstiréttur úrskurðaði í gæsluvarðhald vegna grófrar líkamsárásar og frelsissviptingu á átján ára pilti í heimahúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd þann 6. ágúst síðastliðinn, eru sagðir hafa haldið fórnarlambi sínu í sex til átta klukkustundir á meðan þeir gengu harkalega í skrokk á honum. Brot þeirra eru talin varða fangelsisrefsingu allt að 16 ára fangelsi. Í greinargerð lögreglustjóra segir að pilturinn hafi komið á lögreglustöðina í Grafarholti og tilkynnt lögreglu að hann hafi orðið fyrir líkamsárás og verið í svo mikilli geðshræringu að hann hafi verið óskýrsluhæfur að mati lögreglu. Kvaðst hann hafa verið tekinn og farið með hann út á land þar sem hann hafi verið pyntaður og honum hótað. Þá hafi lögreglan flutt piltinn á slysadeild þar sem læknir hafi tekið á móti honum. Að sögn vakthafandi læknis hafði pilturinn þar sömu sögu að segja, hann kvað þá hafa kýlt hann, sparkað í hann, notað rafbyssu, bitið hann, hann neyddur til að drekka smjörsýru og látinn sleikja frunsu á öðrum manni. Pilturinn hafi verið með litla rauða bletti á líkamanum sem að sögn læknis geti komið saman við frásögn hans um að beitt hafi verið rafbyssu. Þá hafi hann verið með marblett við vinstra auga, roða yfir andliti, rauða dökka rák á hálsi og marga blóðbletti. Þá hafi hann einnig verið með margar rauðar rákir víða um bakið eftir högg eða núning. Mennirnir sem námu hann á brott hafi hótað að nauðga honum, hafi tekið úlpuna hans og úr. Hann kvað þá hafa sparkað í hausinn á sér, skorið sig í magann og á bakið. Þá hafi hann verið sprautaður með efni í lærið.Maðurinn lagði fram kæru og lögreglan hafi þá gert leit í húsinu sem fórnarlambið sagði að atburðir hefðu átt sér stað. Fjögur þeirra grunuðu voru þar innanhúss og voru þau öll handtekin. Við húsleit hafi eitthvað fundist af fíkniefnum, ætluð smjörsýra, haglabyssa, rafbyssa, meint þýfi, sprautunálar, blóðdropar á gólfi og úlpa eins og þolandinn hafði lýst. Rannsókn málsins er á frumstigi en hafa þau grunuðu verið dæmd í gæsluvarðhald og einangrun til 27. þessa mánaðar.
Tengdar fréttir Fjórir í haldi vegna frelsissviptingar og grófs ofbeldis 18 ára maður var sviptur frelsinu á höfuðborgarsvæðinu og fluttur í heimahús í Vogunum þar sem hann var beittur grófu ofbeldi. 15. ágúst 2014 09:25 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Fjórir í haldi vegna frelsissviptingar og grófs ofbeldis 18 ára maður var sviptur frelsinu á höfuðborgarsvæðinu og fluttur í heimahús í Vogunum þar sem hann var beittur grófu ofbeldi. 15. ágúst 2014 09:25