Innlent

Fullur leigubílstjóri á Ísafirði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ísafjörður.
Ísafjörður. Vísir/Pjetur
Lögreglan á Ísafirði handtók í gærkvöldi leigubílstjóra í bænum vegna gruns um ölvunarakstur. BB.is greinir frá.

Lögreglan stöðvaði bílinn á 53 km/klst hraða í götu þar sem leyfilegur hámarkshraði var 30 km/klst. Lagðist sá grunur að lögreglumönnum að leigubílstjórinn væri ölvaður.

Var bílstjórinn handtekinn og sendur í blóðsýnatöku. Farþegar voru í bílnum þegar lögreglan stöðvaði för hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×