Innlent

Pandi allur að braggast

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Pandi er aftur farinn að taka til matar síns.
Pandi er aftur farinn að taka til matar síns. Mynd/Vífill

Pandi, kötturinn sem skotið var á með öflugum loftriffli þann 20. júlí síðastliðinn, er allur að koma til að sögn eiganda hans, Vífils Garðarssonar.

Mál Panda vakti töluverða athygli eftir að Vísir fluttir fréttir af baráttu kattarins fyrir lífi sínu fjórum dögum eftir árásina. Hann hafði þá horast mikið því hann var með öllu lystarlaus og grunaði eiganda hans að hann þyrfti að láta Panda fara yfir móðuna miklu.

Pandi hefur þó fengið lyst sína á ný en Vífill segir að hann hafi lengi þrjóskast við. „Maður þurfti að neyða ofan í hann matinn fyrst um sinn en Pandi fór að taka til matar síns eftir að hann áttaði sig á því að hann kæmist ekki upp með neitt múður.“

Að sögn Vífils heilsast Panda því ágætlega. Hann sé nú aftur að ná fyrri þyngd og þrek kattarins aukist með hverjum deginum.

Byssukúlan situr þó enn föst í miðju brjóstholi hans, undir hjartanu og á milli lungna Panda. Vífill segir að ákveðið hafi verið að leyfa henni að liggja þar áfram í ljósi þess hversu vel hafi gróið fyrir sárið og að Pandi kenni hennar ekki meins. Ólíklegt er að veru hennar í kroppi kattarins fylgi einhverjar kvillar því kúlan er úr stáli.

Árásarmaðurinn er enn ekki fundinn og telur Vífill ólíklegt að hann muni nokkurn tímann finnast úr þessu.

Vífill vill nýta tækifærið og þakka fyrir allan þann hlýhug sem Panda var sýndur í kjölfar árásarinnar en á þriðja hundrað manns deildu Facebook-færslu Vífils þar sem hann lýsti eftir ódæðismanninum. Hana má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Kúlan situr enn föst í Panda

Kötturinn Pandi hefur ekkert borðað síðan á sunnudag og vesslast upp eftir að skotið var á hann með öflugum loftriffli. "Verður líklega látinn fara,“ segir eigandinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.