Kúlan situr enn föst í Panda Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2014 20:37 Pandi er þungt haldinn. MYND/VÍFILL „Hann Pandi okkar er einn yndislegasti kisi sem ég veit um, finnst ógurlega gaman að leika við þá sem hann þekkir og á það til að fara í algert kelistuð. Þá er ekkert annað í stöðunni en að klappa honum, enda stór og sterkur strákur.“ Svona lýsir Vífill Garðarsson ketti sínum, Panda, sem liggur nú milli heims og helju eftir að skotið var á hann með krafmiklum loftriffli við Kársnes í Kópavogi á sunnudag. Það var nágranni Vífils sem kom að Panda í bílskúrnum sínum en þangað leggur kötturinn oft leið sína. Í þetta skiptið hljóp hann þó ekki á móti Vífli þegar hann kom að vitja hans. „Hann lá bara kjurr þannig að ég þurfti að taka hann upp og halda á honum heim. Ég lagði hann frá mér og þá gat hann ekki staðið í lappirnar. Þá var bara að bruna með hann á dýraspítalann.“ Þegar þangað var komið var Pandi skoðaður og í fyrstu hélt læknirinn að keyrt hafi verið á hann. Röntgen myndataka leiddi þó annað í ljós. Í miðju brjóstholi hans var loftbyssukúlan, undir hjartanu og á milli lungna Panda. Hún situr þar enn, fjórum dögum síðar, því talið er að ekki sé hægt að fjarlægja hana án þess að Pandi hljóti mikinn skaða af. Frá því að skotið var á hann hefur Pandi ekkert lagt sér til munns og hefur hann horast mikið að sögn Vífils. „Hann borðaði eitthvað smávægilegt hjá dýralækninum en annars hefur hann verið algjörlega lystarlaus. Hann er ekki nema skugginn af sjálfum,“ segir hann og bætir við að ef hann hefur ekki tekið við sér á föstudaginn verði honum leyft að fara. Sá er skaut á Panda er enn ófundinn en Vífill deildi mynd af honum sem áminning til allra þeirra sem gera sér leik að því að vinna dýrum mein. „Þetta hefur ekki verið neitt leikfang. Ég meina, kúlan situr enn í honum og hún þurfti að smjúga í gegnum heilan helling. Þetta hefur verið alvöru loftrifill sem notaður hefur verið á Panda.“ Vífill biðlar til allra þeirra sem kunna eitthvað að vita um málið, eða kunna að koma að svipuðum tilfellum í framtíðinni, að hafa samband við lögregluna Færslu hans má sjá hér að neðan en á annað hundrað dýravina hafa nú þegar deilt henni. Post by Vífill Garðarsson. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Sjá meira
„Hann Pandi okkar er einn yndislegasti kisi sem ég veit um, finnst ógurlega gaman að leika við þá sem hann þekkir og á það til að fara í algert kelistuð. Þá er ekkert annað í stöðunni en að klappa honum, enda stór og sterkur strákur.“ Svona lýsir Vífill Garðarsson ketti sínum, Panda, sem liggur nú milli heims og helju eftir að skotið var á hann með krafmiklum loftriffli við Kársnes í Kópavogi á sunnudag. Það var nágranni Vífils sem kom að Panda í bílskúrnum sínum en þangað leggur kötturinn oft leið sína. Í þetta skiptið hljóp hann þó ekki á móti Vífli þegar hann kom að vitja hans. „Hann lá bara kjurr þannig að ég þurfti að taka hann upp og halda á honum heim. Ég lagði hann frá mér og þá gat hann ekki staðið í lappirnar. Þá var bara að bruna með hann á dýraspítalann.“ Þegar þangað var komið var Pandi skoðaður og í fyrstu hélt læknirinn að keyrt hafi verið á hann. Röntgen myndataka leiddi þó annað í ljós. Í miðju brjóstholi hans var loftbyssukúlan, undir hjartanu og á milli lungna Panda. Hún situr þar enn, fjórum dögum síðar, því talið er að ekki sé hægt að fjarlægja hana án þess að Pandi hljóti mikinn skaða af. Frá því að skotið var á hann hefur Pandi ekkert lagt sér til munns og hefur hann horast mikið að sögn Vífils. „Hann borðaði eitthvað smávægilegt hjá dýralækninum en annars hefur hann verið algjörlega lystarlaus. Hann er ekki nema skugginn af sjálfum,“ segir hann og bætir við að ef hann hefur ekki tekið við sér á föstudaginn verði honum leyft að fara. Sá er skaut á Panda er enn ófundinn en Vífill deildi mynd af honum sem áminning til allra þeirra sem gera sér leik að því að vinna dýrum mein. „Þetta hefur ekki verið neitt leikfang. Ég meina, kúlan situr enn í honum og hún þurfti að smjúga í gegnum heilan helling. Þetta hefur verið alvöru loftrifill sem notaður hefur verið á Panda.“ Vífill biðlar til allra þeirra sem kunna eitthvað að vita um málið, eða kunna að koma að svipuðum tilfellum í framtíðinni, að hafa samband við lögregluna Færslu hans má sjá hér að neðan en á annað hundrað dýravina hafa nú þegar deilt henni. Post by Vífill Garðarsson.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Sjá meira