Annar hver hamborgari á þessu ári úr spænsku nautakjöti Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. ágúst 2014 19:00 Vegna skorts á nautakjöti innanlands hafa söluaðilar þurft að stórauka innflutning á erlendu nautakjöti. Meira en helmingur af nautahakki sem dótturfélag Haga selur sem hamborgara er innfluttur frá Spáni. Ljósmynd af pakkningu fyrir hamborgara fór í umferð á Facebook í gær og hefur vakið talsverða athygli. Þarna er um að ræða hamborgara frá Íslandsnauti og „100% nautakjöt“ eins og þar segir. Síðan segir neðst á miðanum: „Upprunaland Spánn.“ Nautakjöt frá Íslandsnauti sem er samt frá Spáni. Íslandsnaut er vörumerki á vegum heildverslunarinnar Ferskra kjötvara. Ingibjörn Sigurbergsson framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara segir að þarna hafi verið um mistök í merkingu að ræða. Umrædd vara hafi átt að fara undir vörumerkið Nautaveisla sem fyrirtækið pakkar einnig og selur. Ferskar kjötvörur er stór dreifingaraðili í kjöti. Velta fyrirtækisins var rúmir tveir milljarðar króna í fyrra, samkvæmt ársreikningi. Fyrirtækið er 100% í eigu Haga sem eiga m.a. Hagkaup og Bónus. Verða að flytja inn til að anna eftirspurn „Í dag erum við búin að flytja inn 100 tonn af hakkefni í samanburði við 40 tonn allt árið í fyrra. Þetta er helmingur af því hakkefni sem við erum að nota í dag,“ segir Ingibjörn. Hannsegir að þetta sé vegna skorts á nautakjöti hér á landi. „Við erum að fá innan við helming af því nautakjöti sem við þurfum hér innanlands til að geta annað eftirspurn.“ Erlent kjöt þarf að frysta í að minnsta kosti 30 daga en frosið kjöt hefur aldrei sömu gæði og ferskt kjöt, óháð uppruna. „Við höfum eingöngu flutt inn hakk frá Spáni á þessu ári. Við höfum flutt inn hakk frá Þýskalandi, en aðallega hefur þetta verið frá Spáni,“ segir Ingibjörn. Finnur þú einhvern mun á þessu og íslenska kjötinu? „Nei.“ Nokkrir íslenskir stjórnmálamenn hafa haldið því fram að íslenskt kjöt sé almennt hollara og betra en kjöt í öðrum ríkjum Evrópu. Ekki verður séð að þessi skoðun sé studd neinum vísindum eða rökum. Hins vegar er ljóst í ljósi framangreinds að annar hver hamborgari sem Ferskar kjötvörur hafa selt íslenskum neytendum er úr nautakjöti sem innflutt er frá Spáni. Ekki eru upplýsingar um að íslenskum neytendum hafi orðið meint af. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Vegna skorts á nautakjöti innanlands hafa söluaðilar þurft að stórauka innflutning á erlendu nautakjöti. Meira en helmingur af nautahakki sem dótturfélag Haga selur sem hamborgara er innfluttur frá Spáni. Ljósmynd af pakkningu fyrir hamborgara fór í umferð á Facebook í gær og hefur vakið talsverða athygli. Þarna er um að ræða hamborgara frá Íslandsnauti og „100% nautakjöt“ eins og þar segir. Síðan segir neðst á miðanum: „Upprunaland Spánn.“ Nautakjöt frá Íslandsnauti sem er samt frá Spáni. Íslandsnaut er vörumerki á vegum heildverslunarinnar Ferskra kjötvara. Ingibjörn Sigurbergsson framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara segir að þarna hafi verið um mistök í merkingu að ræða. Umrædd vara hafi átt að fara undir vörumerkið Nautaveisla sem fyrirtækið pakkar einnig og selur. Ferskar kjötvörur er stór dreifingaraðili í kjöti. Velta fyrirtækisins var rúmir tveir milljarðar króna í fyrra, samkvæmt ársreikningi. Fyrirtækið er 100% í eigu Haga sem eiga m.a. Hagkaup og Bónus. Verða að flytja inn til að anna eftirspurn „Í dag erum við búin að flytja inn 100 tonn af hakkefni í samanburði við 40 tonn allt árið í fyrra. Þetta er helmingur af því hakkefni sem við erum að nota í dag,“ segir Ingibjörn. Hannsegir að þetta sé vegna skorts á nautakjöti hér á landi. „Við erum að fá innan við helming af því nautakjöti sem við þurfum hér innanlands til að geta annað eftirspurn.“ Erlent kjöt þarf að frysta í að minnsta kosti 30 daga en frosið kjöt hefur aldrei sömu gæði og ferskt kjöt, óháð uppruna. „Við höfum eingöngu flutt inn hakk frá Spáni á þessu ári. Við höfum flutt inn hakk frá Þýskalandi, en aðallega hefur þetta verið frá Spáni,“ segir Ingibjörn. Finnur þú einhvern mun á þessu og íslenska kjötinu? „Nei.“ Nokkrir íslenskir stjórnmálamenn hafa haldið því fram að íslenskt kjöt sé almennt hollara og betra en kjöt í öðrum ríkjum Evrópu. Ekki verður séð að þessi skoðun sé studd neinum vísindum eða rökum. Hins vegar er ljóst í ljósi framangreinds að annar hver hamborgari sem Ferskar kjötvörur hafa selt íslenskum neytendum er úr nautakjöti sem innflutt er frá Spáni. Ekki eru upplýsingar um að íslenskum neytendum hafi orðið meint af.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira