Annar hver hamborgari á þessu ári úr spænsku nautakjöti Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. ágúst 2014 19:00 Vegna skorts á nautakjöti innanlands hafa söluaðilar þurft að stórauka innflutning á erlendu nautakjöti. Meira en helmingur af nautahakki sem dótturfélag Haga selur sem hamborgara er innfluttur frá Spáni. Ljósmynd af pakkningu fyrir hamborgara fór í umferð á Facebook í gær og hefur vakið talsverða athygli. Þarna er um að ræða hamborgara frá Íslandsnauti og „100% nautakjöt“ eins og þar segir. Síðan segir neðst á miðanum: „Upprunaland Spánn.“ Nautakjöt frá Íslandsnauti sem er samt frá Spáni. Íslandsnaut er vörumerki á vegum heildverslunarinnar Ferskra kjötvara. Ingibjörn Sigurbergsson framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara segir að þarna hafi verið um mistök í merkingu að ræða. Umrædd vara hafi átt að fara undir vörumerkið Nautaveisla sem fyrirtækið pakkar einnig og selur. Ferskar kjötvörur er stór dreifingaraðili í kjöti. Velta fyrirtækisins var rúmir tveir milljarðar króna í fyrra, samkvæmt ársreikningi. Fyrirtækið er 100% í eigu Haga sem eiga m.a. Hagkaup og Bónus. Verða að flytja inn til að anna eftirspurn „Í dag erum við búin að flytja inn 100 tonn af hakkefni í samanburði við 40 tonn allt árið í fyrra. Þetta er helmingur af því hakkefni sem við erum að nota í dag,“ segir Ingibjörn. Hannsegir að þetta sé vegna skorts á nautakjöti hér á landi. „Við erum að fá innan við helming af því nautakjöti sem við þurfum hér innanlands til að geta annað eftirspurn.“ Erlent kjöt þarf að frysta í að minnsta kosti 30 daga en frosið kjöt hefur aldrei sömu gæði og ferskt kjöt, óháð uppruna. „Við höfum eingöngu flutt inn hakk frá Spáni á þessu ári. Við höfum flutt inn hakk frá Þýskalandi, en aðallega hefur þetta verið frá Spáni,“ segir Ingibjörn. Finnur þú einhvern mun á þessu og íslenska kjötinu? „Nei.“ Nokkrir íslenskir stjórnmálamenn hafa haldið því fram að íslenskt kjöt sé almennt hollara og betra en kjöt í öðrum ríkjum Evrópu. Ekki verður séð að þessi skoðun sé studd neinum vísindum eða rökum. Hins vegar er ljóst í ljósi framangreinds að annar hver hamborgari sem Ferskar kjötvörur hafa selt íslenskum neytendum er úr nautakjöti sem innflutt er frá Spáni. Ekki eru upplýsingar um að íslenskum neytendum hafi orðið meint af. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira
Vegna skorts á nautakjöti innanlands hafa söluaðilar þurft að stórauka innflutning á erlendu nautakjöti. Meira en helmingur af nautahakki sem dótturfélag Haga selur sem hamborgara er innfluttur frá Spáni. Ljósmynd af pakkningu fyrir hamborgara fór í umferð á Facebook í gær og hefur vakið talsverða athygli. Þarna er um að ræða hamborgara frá Íslandsnauti og „100% nautakjöt“ eins og þar segir. Síðan segir neðst á miðanum: „Upprunaland Spánn.“ Nautakjöt frá Íslandsnauti sem er samt frá Spáni. Íslandsnaut er vörumerki á vegum heildverslunarinnar Ferskra kjötvara. Ingibjörn Sigurbergsson framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara segir að þarna hafi verið um mistök í merkingu að ræða. Umrædd vara hafi átt að fara undir vörumerkið Nautaveisla sem fyrirtækið pakkar einnig og selur. Ferskar kjötvörur er stór dreifingaraðili í kjöti. Velta fyrirtækisins var rúmir tveir milljarðar króna í fyrra, samkvæmt ársreikningi. Fyrirtækið er 100% í eigu Haga sem eiga m.a. Hagkaup og Bónus. Verða að flytja inn til að anna eftirspurn „Í dag erum við búin að flytja inn 100 tonn af hakkefni í samanburði við 40 tonn allt árið í fyrra. Þetta er helmingur af því hakkefni sem við erum að nota í dag,“ segir Ingibjörn. Hannsegir að þetta sé vegna skorts á nautakjöti hér á landi. „Við erum að fá innan við helming af því nautakjöti sem við þurfum hér innanlands til að geta annað eftirspurn.“ Erlent kjöt þarf að frysta í að minnsta kosti 30 daga en frosið kjöt hefur aldrei sömu gæði og ferskt kjöt, óháð uppruna. „Við höfum eingöngu flutt inn hakk frá Spáni á þessu ári. Við höfum flutt inn hakk frá Þýskalandi, en aðallega hefur þetta verið frá Spáni,“ segir Ingibjörn. Finnur þú einhvern mun á þessu og íslenska kjötinu? „Nei.“ Nokkrir íslenskir stjórnmálamenn hafa haldið því fram að íslenskt kjöt sé almennt hollara og betra en kjöt í öðrum ríkjum Evrópu. Ekki verður séð að þessi skoðun sé studd neinum vísindum eða rökum. Hins vegar er ljóst í ljósi framangreinds að annar hver hamborgari sem Ferskar kjötvörur hafa selt íslenskum neytendum er úr nautakjöti sem innflutt er frá Spáni. Ekki eru upplýsingar um að íslenskum neytendum hafi orðið meint af.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira