Innlent

Dagur vill "Akureyrar-módelið“ til Reykjavíkur

Randver Kári Randversson skrifar
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, vill að borgin reki heilsugæsluna í Reykjavík.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, vill að borgin reki heilsugæsluna í Reykjavík. Vísir/Stefán
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, vill að Reykjavíkurborg reki heilsugæsluna í borginni, með sama sniði og verið hefur á Akureyri, en þar hefur hún verið rekin samkvæmt sérstökum þjónustusamningi við ríkið og verið samþætt annarri þjónustu.

Dagur segir á Facebook-síðu sinni að hann vilji eindregið að heilsugæslan í Reykjavík flytjist til borgarinnar. Hann segir „Akureyrar-módelið“, þar sem öll nærþjónusta sé á einni hendi, vera framtíðarrekstrarfyrirkomulag heilsugæslu, og einu heildstæðu framtíðarsýnina sem víðtæk samstaða sé um.

Fréttablaðið fjallar í dag um framtíð heilsugæslumála á Akureyri vegna sameiningar heilbrigðisstofnana á Norðurlandi. Í tengslum við þá umræðu segir Dagur að það yrði alvarlegt bakslag og slys ef heilsugæslan flyst aftur til ríkisins. Hann styðji heilshugar eðlilegar kröfur Akureyringa um fjármagn til heilsugæslunnar og óbreytt skipulag í þeim málum.  


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×