Tekið á móti 10 - 15 flóttamönnum frá Sýrlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. maí 2014 12:21 Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra. vísir/pjetur Innanríkisráðherra segir það gleðiefni að ríkisstjórnin hafi samþykkt að taka á móti flóttafjölskyldum frá Sýrlandi þar sem sérstök áhersla verður lögð á að taka á móti börnum sem hafa slasast eða glíma við önnur veikindi og fjölskyldum þeirra. Um tíu til fimmtán manns munu koma til landsins en ekki hefur verið ákveðið hvar fólkið mun búa. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær tillögu innanríkisráðherra, velferðarráðherra og utanríkisráðherra að taka á móti flóttafjölskyldum frá Sýrlandi. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sendi aðildarríkjum neyðarkall nýverið um að þau komi til aðstoðar og taki á móti flóttafólki frá Sýrlandi sem hefur leitað til nágrannaríkjanna til þess að létta á þeim mikla þrýstingi sem þar hefur myndast.En af hverju var þessi ákvörðun tekin? „Verkefnin á þessu svæðið eru þess eðlis og það hefur verið óskað eftir því , flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sendi aðildarríkum neyðarkall nýverið um að þau koma til aðstoðar og við ákváðum að vera með og teljum það mjög mikilvægt,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og bætir við: „Við erum að tala um í þessu verkefni 10 til 15 manns, við erum að tala um að fókusera á fjölskyldur með börn, sem hafa orðið fyrir einhverjum sérstökum veikindum eða orðið fyrir slysi vegna þess ástands sem ríkir í landinu. Við teljum heilbrigðiskerfið getað aðstoðað þessi börn og hjálpað þeim, þannig að fókusinn verður á fjölskyldur. Við fáum innan tveggja vikna tillögur frá flóttamannanefndinni um hvernig þau teljast farsælast að gera þetta“. Hanna Birna segir ekki ákveðið hvar fólkið muni búa og ekki hvað móttaka flóttamannanna muni kosta íslenska ríkið. Hún segir málið sérstaklega ánægjulegt. „Já, auðvitað, við búum við mjög gott kerfi, búum við gott heilbrigðiskerfi, heilbrigðisþjónustu, velferðarkerfi og það er mikilvægt að geta hjálpað, sérstaklega í tilvikum þar sem staðan er svona brýn eins og hún er á þessu svæði,“ sagði Hanna Birna ennfremur. Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Innanríkisráðherra segir það gleðiefni að ríkisstjórnin hafi samþykkt að taka á móti flóttafjölskyldum frá Sýrlandi þar sem sérstök áhersla verður lögð á að taka á móti börnum sem hafa slasast eða glíma við önnur veikindi og fjölskyldum þeirra. Um tíu til fimmtán manns munu koma til landsins en ekki hefur verið ákveðið hvar fólkið mun búa. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær tillögu innanríkisráðherra, velferðarráðherra og utanríkisráðherra að taka á móti flóttafjölskyldum frá Sýrlandi. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sendi aðildarríkjum neyðarkall nýverið um að þau komi til aðstoðar og taki á móti flóttafólki frá Sýrlandi sem hefur leitað til nágrannaríkjanna til þess að létta á þeim mikla þrýstingi sem þar hefur myndast.En af hverju var þessi ákvörðun tekin? „Verkefnin á þessu svæðið eru þess eðlis og það hefur verið óskað eftir því , flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sendi aðildarríkum neyðarkall nýverið um að þau koma til aðstoðar og við ákváðum að vera með og teljum það mjög mikilvægt,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og bætir við: „Við erum að tala um í þessu verkefni 10 til 15 manns, við erum að tala um að fókusera á fjölskyldur með börn, sem hafa orðið fyrir einhverjum sérstökum veikindum eða orðið fyrir slysi vegna þess ástands sem ríkir í landinu. Við teljum heilbrigðiskerfið getað aðstoðað þessi börn og hjálpað þeim, þannig að fókusinn verður á fjölskyldur. Við fáum innan tveggja vikna tillögur frá flóttamannanefndinni um hvernig þau teljast farsælast að gera þetta“. Hanna Birna segir ekki ákveðið hvar fólkið muni búa og ekki hvað móttaka flóttamannanna muni kosta íslenska ríkið. Hún segir málið sérstaklega ánægjulegt. „Já, auðvitað, við búum við mjög gott kerfi, búum við gott heilbrigðiskerfi, heilbrigðisþjónustu, velferðarkerfi og það er mikilvægt að geta hjálpað, sérstaklega í tilvikum þar sem staðan er svona brýn eins og hún er á þessu svæði,“ sagði Hanna Birna ennfremur.
Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira