Íslandsauglýsing Jagermeister bönnuð Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 30. júlí 2014 15:00 Mennirnir renndu sér um háar íslenskar öldur í blautbúningum. Vísir/Skjáskot Stofnun sem hefur eftirlit með auglýsingum og birtingu þeirra í Bretlandi hefur nú bannað auglýsingu Jägermeister sem tekin var upp á Íslandi. Í auglýsingunni sést hópur manna á ferð sinni um snævi þakið Ísland. Vinirnir ganga á fjöll og að lokum fer svo að þeir klæða sig í blautbúninga og dýfa sér í ísílagðan sjóinn, hver um sig með brimbretti í hönd. Eftir að hafa rennt sér um öldurnar í dágóða stund halda vinirnir fimm í kofa undir fjöllum, þar sem þeir renna niður skoti af Jägermeister.Deilt um meiningu auglýsingarinnarAdvertising Standards Authority (ASA), eftirlitsstofnunin fyrrnefnda, fékk ábendingu frá bresku auglýsingaráði ungmenna sem benti á að auglýsingin sýndi óábyrga neyslu áfengis. Ungmennaráðið vildi meina að auglýsingin tengdi áfengisneyslu við djarfa og mögulega óábyrga hegðun, og gæfi í skyn að áfengisneysla væri lykillinn að félagslegri velgengni. Þessum fullyrðingum voru menn hjá Jägermeister ekki sammála. Fullyrtu þeir þá að hegðun mannanna í myndbandinu væri á engan hátt óábyrg. Í auglýsingunni hefðu mennirnir ekki sést neyta áfengis áður en þeir dýfðu sér í napurt hafið. Að lokum ákvað ASA að banna auglýsinguna á þeim forsendum að auglýsingin tengdi saman áfengi og djarfa og óábyrga hegðun. Jägermeister neyddist til að taka auglýsinguna niður af Youtube-síðu sinni, en hér fyrir neðan má sjá auglýsinguna á annarri Youtube-rás. Tengdar fréttir Fóru á brimbretti í nístingskulda Hópur brimbrettamanna kom sérstaklega til Íslands til að taka upp auglýsingu í kuldanum. 13. apríl 2014 09:00 Sjáðu þetta - ískalt enda tekið upp á Íslandi Takmarkið var að hafa auglýsinguna ískalda. 25. febrúar 2014 14:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Stofnun sem hefur eftirlit með auglýsingum og birtingu þeirra í Bretlandi hefur nú bannað auglýsingu Jägermeister sem tekin var upp á Íslandi. Í auglýsingunni sést hópur manna á ferð sinni um snævi þakið Ísland. Vinirnir ganga á fjöll og að lokum fer svo að þeir klæða sig í blautbúninga og dýfa sér í ísílagðan sjóinn, hver um sig með brimbretti í hönd. Eftir að hafa rennt sér um öldurnar í dágóða stund halda vinirnir fimm í kofa undir fjöllum, þar sem þeir renna niður skoti af Jägermeister.Deilt um meiningu auglýsingarinnarAdvertising Standards Authority (ASA), eftirlitsstofnunin fyrrnefnda, fékk ábendingu frá bresku auglýsingaráði ungmenna sem benti á að auglýsingin sýndi óábyrga neyslu áfengis. Ungmennaráðið vildi meina að auglýsingin tengdi áfengisneyslu við djarfa og mögulega óábyrga hegðun, og gæfi í skyn að áfengisneysla væri lykillinn að félagslegri velgengni. Þessum fullyrðingum voru menn hjá Jägermeister ekki sammála. Fullyrtu þeir þá að hegðun mannanna í myndbandinu væri á engan hátt óábyrg. Í auglýsingunni hefðu mennirnir ekki sést neyta áfengis áður en þeir dýfðu sér í napurt hafið. Að lokum ákvað ASA að banna auglýsinguna á þeim forsendum að auglýsingin tengdi saman áfengi og djarfa og óábyrga hegðun. Jägermeister neyddist til að taka auglýsinguna niður af Youtube-síðu sinni, en hér fyrir neðan má sjá auglýsinguna á annarri Youtube-rás.
Tengdar fréttir Fóru á brimbretti í nístingskulda Hópur brimbrettamanna kom sérstaklega til Íslands til að taka upp auglýsingu í kuldanum. 13. apríl 2014 09:00 Sjáðu þetta - ískalt enda tekið upp á Íslandi Takmarkið var að hafa auglýsinguna ískalda. 25. febrúar 2014 14:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Fóru á brimbretti í nístingskulda Hópur brimbrettamanna kom sérstaklega til Íslands til að taka upp auglýsingu í kuldanum. 13. apríl 2014 09:00
Sjáðu þetta - ískalt enda tekið upp á Íslandi Takmarkið var að hafa auglýsinguna ískalda. 25. febrúar 2014 14:00