Annar útifundur á morgun vegna ástandsins á Gaza Bjarki Ármannsson skrifar 22. júlí 2014 11:38 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er ræðumaður dagsins. Vísir/Arnþór/Arnþór Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir öðrum útifundi á Lækjartorgi í Reykjavík á morgun vegna ástandsins á Gaza-svæðinu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er ræðumaður dagsins og segist Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins, eiga von á enn betri mætingu en á síðasta fundi. „Maður veit náttúrulega aldrei, en nú koma enn fleiri til liðs við okkur,“ segir Sveinn. „Það eru verkalýðssamtök og fjöldasamtök önnur sem auglýsa fundinn og styðja hann.“Finnur fyrir stuðningi og samstöðu Sveinn segir að Íslendingar séu almennt ekki nógu vel upplýstir um skelfilegt ástand íbúa Gaza-svæðisins. „En á hinn bóginn vil ég segja að við erum áreiðanlega svona almennt betur upplýst en margar aðrar þjóðir. Það er enginn vafi á því og ég finn fyrir þvílíkum stuðningi og samstöðu með Palestínumönnnum, nú meira en nokkru sinni.“ Rúmlega sex hundruð Palestínumenn, langflestir almennir borgarar, og 29 Ísraelsmenn hafa látist á undanförnum tveimur vikum. Einnig er talið að rúmlega hundrað þúsund manns séu á vergangi á svæðinu. „Megintilgangur fundarins er að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni,“ segir Sveinn. „Fólkið á Gaza er búið að vera lokað þar inni í nærri átta ár og það kemst ekkert. Fólk hefur engan stað að flýja á, það er hvergi óhult. Það er engin framtíð sem boðið er upp á.“Fundurinn hefst klukkan 17:00 á morgun og verður að fundi loknum gengið að stjórnarráðinu þar sem fórnarlamba átakanna verður minnst. Gasa Tengdar fréttir Krafa að blóðbaðinu á Gaza ljúki Fjölmenni á mótmælafundi Ísland-Palestína á Lækjartorgi síðdegis í dag. Skorað á íslensk stjórnvöld að beita sér. 14. júlí 2014 19:49 Vill beita Ísrael viðskiptaþvingunum Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi vill að stjórnvöld og neytendur hætti að kaupa ísraelskar vörur, eins og þessar tilteknu kryddjurtir. 15. júlí 2014 11:34 Útifundur hafinn á Lækjartorgi Útifundur félagsins Ísland-Palestína hófst nú klukkan 17 á Lækjartorgi, þar sem aðgerðum Ísraelshers á Gaza-svæðinu undanfarið er mótmælt. Um 1700 manns hafa boðað komu sína á fundinn og hefur hópur fólks safnast saman fyrir framan hús Héraðsdóms Reykjavíkur. 14. júlí 2014 17:35 Rúmlega þúsund manns boðað komu sína á Lækjartorg Mikill fjöldi fólks mun koma saman í dag til að krefjast þess að blóðbaðinu á Gaza ljúki. 14. júlí 2014 10:09 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir öðrum útifundi á Lækjartorgi í Reykjavík á morgun vegna ástandsins á Gaza-svæðinu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er ræðumaður dagsins og segist Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins, eiga von á enn betri mætingu en á síðasta fundi. „Maður veit náttúrulega aldrei, en nú koma enn fleiri til liðs við okkur,“ segir Sveinn. „Það eru verkalýðssamtök og fjöldasamtök önnur sem auglýsa fundinn og styðja hann.“Finnur fyrir stuðningi og samstöðu Sveinn segir að Íslendingar séu almennt ekki nógu vel upplýstir um skelfilegt ástand íbúa Gaza-svæðisins. „En á hinn bóginn vil ég segja að við erum áreiðanlega svona almennt betur upplýst en margar aðrar þjóðir. Það er enginn vafi á því og ég finn fyrir þvílíkum stuðningi og samstöðu með Palestínumönnnum, nú meira en nokkru sinni.“ Rúmlega sex hundruð Palestínumenn, langflestir almennir borgarar, og 29 Ísraelsmenn hafa látist á undanförnum tveimur vikum. Einnig er talið að rúmlega hundrað þúsund manns séu á vergangi á svæðinu. „Megintilgangur fundarins er að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni,“ segir Sveinn. „Fólkið á Gaza er búið að vera lokað þar inni í nærri átta ár og það kemst ekkert. Fólk hefur engan stað að flýja á, það er hvergi óhult. Það er engin framtíð sem boðið er upp á.“Fundurinn hefst klukkan 17:00 á morgun og verður að fundi loknum gengið að stjórnarráðinu þar sem fórnarlamba átakanna verður minnst.
Gasa Tengdar fréttir Krafa að blóðbaðinu á Gaza ljúki Fjölmenni á mótmælafundi Ísland-Palestína á Lækjartorgi síðdegis í dag. Skorað á íslensk stjórnvöld að beita sér. 14. júlí 2014 19:49 Vill beita Ísrael viðskiptaþvingunum Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi vill að stjórnvöld og neytendur hætti að kaupa ísraelskar vörur, eins og þessar tilteknu kryddjurtir. 15. júlí 2014 11:34 Útifundur hafinn á Lækjartorgi Útifundur félagsins Ísland-Palestína hófst nú klukkan 17 á Lækjartorgi, þar sem aðgerðum Ísraelshers á Gaza-svæðinu undanfarið er mótmælt. Um 1700 manns hafa boðað komu sína á fundinn og hefur hópur fólks safnast saman fyrir framan hús Héraðsdóms Reykjavíkur. 14. júlí 2014 17:35 Rúmlega þúsund manns boðað komu sína á Lækjartorg Mikill fjöldi fólks mun koma saman í dag til að krefjast þess að blóðbaðinu á Gaza ljúki. 14. júlí 2014 10:09 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Krafa að blóðbaðinu á Gaza ljúki Fjölmenni á mótmælafundi Ísland-Palestína á Lækjartorgi síðdegis í dag. Skorað á íslensk stjórnvöld að beita sér. 14. júlí 2014 19:49
Vill beita Ísrael viðskiptaþvingunum Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi vill að stjórnvöld og neytendur hætti að kaupa ísraelskar vörur, eins og þessar tilteknu kryddjurtir. 15. júlí 2014 11:34
Útifundur hafinn á Lækjartorgi Útifundur félagsins Ísland-Palestína hófst nú klukkan 17 á Lækjartorgi, þar sem aðgerðum Ísraelshers á Gaza-svæðinu undanfarið er mótmælt. Um 1700 manns hafa boðað komu sína á fundinn og hefur hópur fólks safnast saman fyrir framan hús Héraðsdóms Reykjavíkur. 14. júlí 2014 17:35
Rúmlega þúsund manns boðað komu sína á Lækjartorg Mikill fjöldi fólks mun koma saman í dag til að krefjast þess að blóðbaðinu á Gaza ljúki. 14. júlí 2014 10:09