Lífið

Hanna Rún giftir sig - myndir

Ellý Ármanns skrifar
myndir/Hanna Rún
Dansarinn Hanna Rún Óladóttir giftist ástinni sinni og dansfélaga, Rússanum Nikita Bazev í Digraneskirkju 26. júlí síðastliðinn í návist vina og fjölskyldu. Hjónin skírðu frumburðinn þeirra líka en drengurinn sem fæddist 13. júní stal svo sannarlega senunni.

Drengurinn fékk nafnið Vladimir Óli Bazev.
Daníel afi minn, pabbi pabba, var svaramaðurinn hans Nikita og pabbi fylgdi mér upp að altarinu. Við ákvaðum að hafa þetta aðeins öðruvísi og dansa inn kirkjugólfið við lagið Don´t be crule með Elvis Presley," segir Hanna Rún spurð um athöfnina.



Þetta var allt svo ótrulega fallegt og flott. Við fengum Sigurvin Sigurðsson til að syngja í kirkjunni tvö lög sem við völdum, lögin Perhaps Love og Crazy Love. Við skírðum son okkar í leiðinni og hann fékk nafnið Vladimir Óli Bazev. Nafnið Vladimir er í höfuðið á afa hans Nikita og Óli eins og pabbi minn."

„Ég verð nú að segja að Vladimir Óli hafi verið hetja dagsins. Það heyrðist ekki í honum alla athöfnina í kirkjunni. Hann naut þess í botn að láta skíra sig og fá vatnið yfir sig og hann svaf og drakk alla veisluna og brosti fyrir myndavélarnar inn á milli."

„Daníel afi minn, pabbi pabba, var svaramaðurinn hans Nikita og pabbi fylgdi mér upp að altarinu."
Athöfnin var einlæg og falleg. Sjáið brúðarkjól Hönnu hvað hann er glæsilegur.
Þegar talið berst að brúðkaupsveislunni segir Hanna Rún:Veislan var haldin heima hjá mömmu og pabba. Þau eru með stórt hús og stóran garð og við fengum æðislegt veður - eitthvað sem við bjuggumst ekki við, þannig að gestirnir gátu verið úti. Ég fekk næstum því áfall þegar ég sá hvað það var búið að skreyta og gera allt flott þegar við mættum heim úr kirkjunni," segir hún þakklát.

Mamma og pabbi eru ótrúleg að hafa náð að skipuleggja allt þetta á svona stuttum tíma. Ég á svo yndislega fjölskyldu sem hjálpaði til við allt og mamma bestu vinkonu minnar sem á blómabúð og er algjör meistari í skreytingum sá um allar blómaskreytingarnar -  meðal annars gerði hún brúðarvöndinn minn."

Ég vildi kaupa mér brúðarkjól svo ég gæti átt hann sem minningu og ég féll fyrir honum um leið og ég sá hann. Kjóllinn er allur þakinn perlum og kristöllum allan hringinn. Svo mátaði ég kjólinn og hann smellpassaði svona rosalega vel.  Ég lét að vísu breyta honum aðeins. Ég lét setja bönd í bakið og taka rennilásinn."




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×