Kynferðisbrotum fjölgar um 140% Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 29. júlí 2014 20:00 Kynferðisbrotum í miðborg Reykjavíkur hefur fjölgað undanfarin ár. Í tölum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að árið 2010 voru tilkynnt 22 kynferðisbrot í miðborginni, 17 árið 2011 og 36 árið 2012. En þetta gerir að meðaltali 25 brot á ári. Brotum fjölgaði þó gríðarlega árið 2013 því samkvæmt tölum frá lögreglunni, sem ekki hafa verið gerðar opinberar, voru þau 60 talsins, sem er 140% meira en meðaltal áranna 2010 til 2012.Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir þessar tölur ríma við þá þróun sem hefur átt sér stað hjá samtökunum undanfarin ár. „Það fjölgaði hjá okkur um 70 mál á síðasta ári, og frá því að fæst mál voru árið 1998, hefur málunum fjölgað um helming hjá okkur,“ segir Guðrún. Hún segir álíka fjölgun ekki hafa sést síðan samtökin voru stofnuð. „Árið sem við opnuðum, 1990, var algjör sprenging, þá var ekki til nokkur önnur sambærileg þjónusta í landinu. Þá höfðum við svona fjölda, en síðan þá ekki,“ segir Guðrún. En hvað skýrir þessa miklu fjölgun að mati Guðrúnar? „Fólk hefur reynt að skýra þetta á marga vegu. Meðal annars með því að konur segi frekar frá, þær sætti sig síður við óréttlæti og kæri líka erfiðu málin.“ Hún segir gjörsamlega óásættanlegt að kynferðisbrot þrífist í hjarta borgarinnar. Ljóst sé að bregðast þurfi við þessari fjölgun af mikilli alvöru meðal annars með því að bæta forvarnir. „Ég vona að nýr lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og sviðsstjóri hjá velferðarþjónustunni, sem hafa sagst ætla að setja þessi mál í forgang, að þau skilgreini ofbeldi vítt, og taki kynferðisbrotamálin þar inn. Þannig ég vona bara að við bregðumst við þessu af ábyrgð,“ segir Guðrún. Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Kynferðisbrotum í miðborg Reykjavíkur hefur fjölgað undanfarin ár. Í tölum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að árið 2010 voru tilkynnt 22 kynferðisbrot í miðborginni, 17 árið 2011 og 36 árið 2012. En þetta gerir að meðaltali 25 brot á ári. Brotum fjölgaði þó gríðarlega árið 2013 því samkvæmt tölum frá lögreglunni, sem ekki hafa verið gerðar opinberar, voru þau 60 talsins, sem er 140% meira en meðaltal áranna 2010 til 2012.Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir þessar tölur ríma við þá þróun sem hefur átt sér stað hjá samtökunum undanfarin ár. „Það fjölgaði hjá okkur um 70 mál á síðasta ári, og frá því að fæst mál voru árið 1998, hefur málunum fjölgað um helming hjá okkur,“ segir Guðrún. Hún segir álíka fjölgun ekki hafa sést síðan samtökin voru stofnuð. „Árið sem við opnuðum, 1990, var algjör sprenging, þá var ekki til nokkur önnur sambærileg þjónusta í landinu. Þá höfðum við svona fjölda, en síðan þá ekki,“ segir Guðrún. En hvað skýrir þessa miklu fjölgun að mati Guðrúnar? „Fólk hefur reynt að skýra þetta á marga vegu. Meðal annars með því að konur segi frekar frá, þær sætti sig síður við óréttlæti og kæri líka erfiðu málin.“ Hún segir gjörsamlega óásættanlegt að kynferðisbrot þrífist í hjarta borgarinnar. Ljóst sé að bregðast þurfi við þessari fjölgun af mikilli alvöru meðal annars með því að bæta forvarnir. „Ég vona að nýr lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og sviðsstjóri hjá velferðarþjónustunni, sem hafa sagst ætla að setja þessi mál í forgang, að þau skilgreini ofbeldi vítt, og taki kynferðisbrotamálin þar inn. Þannig ég vona bara að við bregðumst við þessu af ábyrgð,“ segir Guðrún.
Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira