Lífið

Bruninn í Skeifunni hefur áhrif á Neil Young

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Neil Young og félagar hans vantar handklæði fyrir kvöldið.
Neil Young og félagar hans vantar handklæði fyrir kvöldið. Vísir/Getty
„Við áttum að fá einhver fimmtíu handklæði frá Fönn fyrir tónleikana en það mun auðvitað ekki ganga upp eftir þennan hræðilega bruna,“ segir tónleikahaldarinn Tómas Young. Hann þarf því að róa á önnur mið til þess að útvega tónlistarmanninum Neil Young og hljómsveit hans, Crazy Horse handklæði, til þess að geta þurrkað af sér svitann á tónleikunum í Laugardalshöllinni í kvöld.

Tómas segir handklæðin sem um ræðir ekki vera hefðbundin sturtuhandklæði, heldur miklu minni handklæði en segir jafnframt að kvöldinu kvöld verði reddað með handklæðum frá Rúmfatalagernum.

Tómas Young, tónleikahaldari.Vísir/Vilhelm
„Við erum að redda þessu þannig að þetta verður allt í lagi. Neil og félagar fá sín handklæði,“ segir Tómas, en Fönn átti einnig að útvega um 350 handklæði fyrir ATP-tónlistarhátíðina sem fram fer á Ásbrú í Keflavík um næstu helgi. „Þetta er allt í vinnslu og á eftir að leysast.“

Neil Young kemur fram ásamt hljómsveitinni sinni Crazy Horse í kvöld og mun Mugison sjá um að hita mannskapinn upp á tónleikunum.


Tengdar fréttir

Neil Young elskar Bláa lónið

Kanadíska goðsögnin hefur farið tvisvar sinnum í Bláa lónið á fjórum dögum og stefnir á að fara oftar áður en hann yfirgefur landið. Hann heldur tónleika í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×