Innlent

Leit í Bleiksárgljúfri í gær skilaði engum árangri

Leitarhópar fóru í gærkvöld um svæðið í kringum Bleiksárgljúfur til leitar að Ástu Stefánsdóttur sem ekkert hefur spurst til síðan um Hvítasunnuna. Leitin skilaði engum árangri og segir Sveinn Rúnarsson lögreglustjóri á Hvolsvelli að deginum í dag verði varið í undirbúning en um helgina stendur til að fara í gljúfrið með öflugri tól og tæki.

Til dæmis stendur til að breyta vatnsflæðinu í gljúfrinu með því að stíflum og dælum og þá verða kafarar notaðir við leitina. Kærasta Ástu, Pino Becerra Bolanos, fannst látin í Bleiksárgljúfri mánudagskvöldið 10. júní.


Tengdar fréttir

Bræður Pino komnir til Íslands

Pino Becerra Bolanos, sem lést í Bleiksárgljúfri, verður brennd hér á landi og askan flutt til Spánar í lok vikunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×