Innlent

Leitin í Bleiksárgljúfri heilmikið fyrirtæki

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Á myndunum má sjá hvernig björgunarsveitarmenn reyna að koma stærðarinnar röri fyrir í gljúfrinu.
Á myndunum má sjá hvernig björgunarsveitarmenn reyna að koma stærðarinnar röri fyrir í gljúfrinu. MYnd/Sigfús Helgason
Slysavarnarfélagið Landsbjörg birti fyrr í kvöld magnaðar myndir af leitinni í Bleiksárgljúfri að Ástu Stefánsdóttur sem ekkert hefur spurst til síðan um Hvítasunnuna.

Á myndunum má sjá flokk manna koma fyrir röri í gljúfrinu sem beina á ánni í annan farveg til að auðvelda þeim leitina í einum af hyljum gljúfursins. Er þetta liður í kembingu björgunarsveitarmanna á Bleiksá og hafa þeir áður dælt upp úr ánni með fyrrgreint markmið í huga.

Ólöf S. Baldursdóttir, upplýsinga- og kynningarfulltrúi Landsbjargar, segir leitina mikið fyrirtæki - eins og myndirnar beri með sér og enginn hægðarleikur að athafna sig í gljúfrinu.



Hún segir að hlé verði því gert á leitinni fram að helgi. „Þeir sem taka þátt í aðgerðunum eru allir sjálfboðaliðar og þeir þurfa að mæta í vinnu og skóla í vikunni," segir Ólöf í samtali við Vísi.

Fárra fregna er því að vænta af leitinni á næstu dögum.

„Nema að nýjar vísbendingar komi fram í vikunni, sem ég hef þó ekki mikla trú á," bætir hún við.

Myndir af aðgerðunum má nálgast hér að ofan en þær tók Sigfús Helgason.



Tengdar fréttir

Leitað í Bleiksárgljúfri í dag

Reynt verður að minnka vatnsmagn fossins í Bleiksárgljúfri og verður hluti fossins stíflaður. Þá verður gljúfrið lýst upp og munu leitarmenn síga niður með gilbörmunum.

Bræður Pino komnir til Íslands

Pino Becerra Bolanos, sem lést í Bleiksárgljúfri, verður brennd hér á landi og askan flutt til Spánar í lok vikunnar.

Fótsporin ekki eftir Ástu

Rannsóknarlögreglumenn og fótsporasérfræðingar komust að því að spor eftir beran fót sem fundust í Fljótshlíð hafi ekki verið eftir íslensku konuna sem hvarf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×