NASA nær mynd af þörungablóma við Íslandsstrendur Bjarki Ármannsson skrifar 24. júní 2014 10:14 Á myndinni má greina þörungablómann suður af Íslandi. Mynd/NASA Á ljósmynd sem Bandaríska geimrannsóknarstöðin (NASA) birti nýverið má greina mikla litadýrð í sjónum suður af Íslandsströndum. Agnes Eydal, líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, mætti í Bítið í morgun til að útskýra nákvæmlega hvað það er sem ber fyrir augu á þessari mynd. „Þetta er árvisst fyrirbæri,“ segir Agnes. „Við höfum verið að fylgjast með þessu undanfarna áratugi, þetta er semsagt kalksvifþörungur sem heitir Emiliania huxleyi. Þetta er örsmá einfrumuplanta og það sem er merkilegt við hana er að hún símyndar utan um sig kalkplötur. Þegar hún myndar nýja þá fellur gömul af, þannig að sjórinn verður alveg morandi í þessum kalkplötum.“ Þörungurinn myndar þannig mikil kalklög á hafsbotni. Þau virka eins og speglar og gervitungl NASA nema þau vel á myndum sínum. „Við fáum ekki alltaf góðar myndir því það er oft skýjað á þessu svæði,“ segir Agnes. „En eftir að gervitunglin fóru að taka þessar myndir, er útbreiðsla þessarar tegundar ansi vel kortlögð. Ljóskastið frá henni er svo skýrt og hún finnst um öll heimsins höf en hún er í langmestu magni hér suður af landinu.“ Agnes segir þörunginn afskaplega fallegan og bendir á að ansi mikinn fjöldi þurfi til að mynda breiðu líkt og þá sem sést á myndinni. „Stærðin á þessari frumu er svona fimm til tíu míkrómetrar,“ segir hún, en einn míkrómetri er einn þúsundasti hluti úr millímetra. „Þannig að þetta er gríðarlegur fjöldi.“ Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Á ljósmynd sem Bandaríska geimrannsóknarstöðin (NASA) birti nýverið má greina mikla litadýrð í sjónum suður af Íslandsströndum. Agnes Eydal, líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, mætti í Bítið í morgun til að útskýra nákvæmlega hvað það er sem ber fyrir augu á þessari mynd. „Þetta er árvisst fyrirbæri,“ segir Agnes. „Við höfum verið að fylgjast með þessu undanfarna áratugi, þetta er semsagt kalksvifþörungur sem heitir Emiliania huxleyi. Þetta er örsmá einfrumuplanta og það sem er merkilegt við hana er að hún símyndar utan um sig kalkplötur. Þegar hún myndar nýja þá fellur gömul af, þannig að sjórinn verður alveg morandi í þessum kalkplötum.“ Þörungurinn myndar þannig mikil kalklög á hafsbotni. Þau virka eins og speglar og gervitungl NASA nema þau vel á myndum sínum. „Við fáum ekki alltaf góðar myndir því það er oft skýjað á þessu svæði,“ segir Agnes. „En eftir að gervitunglin fóru að taka þessar myndir, er útbreiðsla þessarar tegundar ansi vel kortlögð. Ljóskastið frá henni er svo skýrt og hún finnst um öll heimsins höf en hún er í langmestu magni hér suður af landinu.“ Agnes segir þörunginn afskaplega fallegan og bendir á að ansi mikinn fjöldi þurfi til að mynda breiðu líkt og þá sem sést á myndinni. „Stærðin á þessari frumu er svona fimm til tíu míkrómetrar,“ segir hún, en einn míkrómetri er einn þúsundasti hluti úr millímetra. „Þannig að þetta er gríðarlegur fjöldi.“
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira