NASA nær mynd af þörungablóma við Íslandsstrendur Bjarki Ármannsson skrifar 24. júní 2014 10:14 Á myndinni má greina þörungablómann suður af Íslandi. Mynd/NASA Á ljósmynd sem Bandaríska geimrannsóknarstöðin (NASA) birti nýverið má greina mikla litadýrð í sjónum suður af Íslandsströndum. Agnes Eydal, líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, mætti í Bítið í morgun til að útskýra nákvæmlega hvað það er sem ber fyrir augu á þessari mynd. „Þetta er árvisst fyrirbæri,“ segir Agnes. „Við höfum verið að fylgjast með þessu undanfarna áratugi, þetta er semsagt kalksvifþörungur sem heitir Emiliania huxleyi. Þetta er örsmá einfrumuplanta og það sem er merkilegt við hana er að hún símyndar utan um sig kalkplötur. Þegar hún myndar nýja þá fellur gömul af, þannig að sjórinn verður alveg morandi í þessum kalkplötum.“ Þörungurinn myndar þannig mikil kalklög á hafsbotni. Þau virka eins og speglar og gervitungl NASA nema þau vel á myndum sínum. „Við fáum ekki alltaf góðar myndir því það er oft skýjað á þessu svæði,“ segir Agnes. „En eftir að gervitunglin fóru að taka þessar myndir, er útbreiðsla þessarar tegundar ansi vel kortlögð. Ljóskastið frá henni er svo skýrt og hún finnst um öll heimsins höf en hún er í langmestu magni hér suður af landinu.“ Agnes segir þörunginn afskaplega fallegan og bendir á að ansi mikinn fjöldi þurfi til að mynda breiðu líkt og þá sem sést á myndinni. „Stærðin á þessari frumu er svona fimm til tíu míkrómetrar,“ segir hún, en einn míkrómetri er einn þúsundasti hluti úr millímetra. „Þannig að þetta er gríðarlegur fjöldi.“ Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Á ljósmynd sem Bandaríska geimrannsóknarstöðin (NASA) birti nýverið má greina mikla litadýrð í sjónum suður af Íslandsströndum. Agnes Eydal, líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, mætti í Bítið í morgun til að útskýra nákvæmlega hvað það er sem ber fyrir augu á þessari mynd. „Þetta er árvisst fyrirbæri,“ segir Agnes. „Við höfum verið að fylgjast með þessu undanfarna áratugi, þetta er semsagt kalksvifþörungur sem heitir Emiliania huxleyi. Þetta er örsmá einfrumuplanta og það sem er merkilegt við hana er að hún símyndar utan um sig kalkplötur. Þegar hún myndar nýja þá fellur gömul af, þannig að sjórinn verður alveg morandi í þessum kalkplötum.“ Þörungurinn myndar þannig mikil kalklög á hafsbotni. Þau virka eins og speglar og gervitungl NASA nema þau vel á myndum sínum. „Við fáum ekki alltaf góðar myndir því það er oft skýjað á þessu svæði,“ segir Agnes. „En eftir að gervitunglin fóru að taka þessar myndir, er útbreiðsla þessarar tegundar ansi vel kortlögð. Ljóskastið frá henni er svo skýrt og hún finnst um öll heimsins höf en hún er í langmestu magni hér suður af landinu.“ Agnes segir þörunginn afskaplega fallegan og bendir á að ansi mikinn fjöldi þurfi til að mynda breiðu líkt og þá sem sést á myndinni. „Stærðin á þessari frumu er svona fimm til tíu míkrómetrar,“ segir hún, en einn míkrómetri er einn þúsundasti hluti úr millímetra. „Þannig að þetta er gríðarlegur fjöldi.“
Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira