Innlent

Lítil breyting á fylgi stjórnmálaflokkanna

Bjarki Ármannsson skrifar
Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 38 prósent.
Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 38 prósent. Vísir/GVA
Fylgi Pírata minnkar og fylgi Bjartrar framtíðar eykst samkæmt nýrri könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokka og stuðningi við ríkisstjórnina

Breytingar eru ekki miklar frá því í síðustu könnun, sem lauk 21. apríl síðastliðinn. Fylgi Bjartrar framtíðar mælist nú 21,8 prósent borið saman við 19,2 prósent í síðustu könnun. Þá hefur fylgi Pírata farið úr 10,7 prósentum í 8,3 prósent.

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist mjög svipaður og í síðustu könnun, var 36,8 prósent en er nú 38 prósent. Sömuleiðis er lítill munur á fylgi Framsóknar milli kannana, fer úr 10,2 prósentum í 9,5.

Fylgi Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna stendur því sem næst í stað. Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærstur á landsvísu með 25,0 prósent, Samfylkingin fer úr 16,3 prósentum í 16,5 og Vinstri græn úr 11,0 prósentum í 11,4 prósent.

Könnunin var framkvæmd dagana 18. til 23. júní 2014 og var heildarfjöldi svarenda 943 einstaklingar, átján ára og eldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×