Innlent

Hálft kíló af sterum fannst í póstsendingu

Randver Kári Randversson skrifar
Steraduftinu hafði verið komið fyrir í umbúðum utan af vegglími.
Steraduftinu hafði verið komið fyrir í umbúðum utan af vegglími. Mynd/tollstjóraembættið
Tollverðir stöðvuðu nýverið póstsendingu, sem innihélt rúmlega hálft kíló af steradufti. Sendingin, sem kom frá Hong Kong var þannig úr garði gerð að duftinu hafði verið komið fyrir í umbúðum utan af vegglími. Þetta kemur fram í frétt á vef tollstjóraembættisins.

Samkvæmt fyrirliggjandi útreikningum er ljóst að framleiða hefði mátt allt að 125 glös, sem rúma 20 millilítra hvert, af fljótandi sterum úr þessu duftmagni.

Tollgæslan hefur að undanförnu lagt hald á umtalsvert magn ólöglegra lyfja, sem annað hvort hafa verið send hingað til lands, eða sem fólk hefur haft í farteskinu við komuna til landsins. Að stórum hluta hefur þar verið um ólögleg stinningarlyf, svo og stera, að ræða.

Tollstjóri hefur kært málin til viðkomandi lögregluembætta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×