Innlent

Hjólreiðamaður fluttur á slysadeild

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vettvangi í dag.
Frá vettvangi í dag. Mynd/Ingibjörg Gísladóttir
Tveir sjúkrabílar og lögreglubíll svöruðu tilkynningu um slasaðan hjólreiðamann við Höfða við Sæbraut á fjórða tímanum í dag.

Í fyrstu var talið að ekið hefði verið á hjólreiðakappann en samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu virðist hann hafa dottið af hjóli sínu. Um keppenda úr Símaliðinu í WOW Cyclathoninu var að ræða. Stóðu liðsfélagar hans og keppendur í KPMG-liðinu yfir kollega sínum á meðan hugað var að honum.

Lögregla handstýrði umferð á Sæbraut á meðan hugað var að manninum. Hann var fluttur á slysadeild eitthvað lemstraður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×